Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Stígamót eru samtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi, ásamt því að veita þolendum stuðning.
Ég hleyp 10km fyrir þessi ómissandi samtök sem hjálpa þolendum ár hvert og ég þar með talinn. Þau styðja við bakið á þolendum og hjálpa við að láta þeim ekki líða eins og þau séu ein og að átta sig á að sökin sé ekki þeirra.
Stígamót hafa mjög persónuleg og þýðingarmikil gildi fyrir sjálfan mig þar sem þau gripu mig fyrir að verða 10 árum og hjálpuðu mér. Stuðningur sem reyndist mér vera ómetanlegur þar sem ég þurfti meir á honum að halda á þeim tíma en ég gerði mér grein fyrir.
Stígamót
Stígamót eru samtök sem vinna gegn kynferðisofbeldi. Á Stígamótum er boðið upp á stuðningsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir fólk af öllum kynjum sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Stígamót halda einnig úti öflugri fræðslu fyrir skólahópa og almenning og stunda virka hagsmunagæslu til að búa til betra samfélag án kynferðisofbeldis.
Nýir styrkir