Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Andrea:
Ég heiti Andrea Ýr, stelpumamma, eiginkona, hjúkrunarfræðingur, stjórnarkona FKA, Skagakona og glimmer-prumpandi-einhyrningur! :D
Ég er formaður TeamTinna og mun hlaupa í skemmtiskokkinu í þriðja skiptið með TeamTinna hópnum.
Ég hleyp fyrir Tinnuna mína, vinkonu sem ég missti í febrúar 2023 vegna krabbameins í ristli. Hún var mér mjög kær og skilur hún eftir sig stórt skarð í mínu lífi og margra annara ♡ Ég geri mitt besta í að heiðra minningu hennar með því að dreifa gleði, jákvæðni, litum og FULLT AF GLIMMERI (næstum) hvert sem ég fer.
Ég mun passa einstaklega vel upp á að TeamTinna hópurinn verði extra BLEIKUR, með ennþá meira GLIMMER (ef það er hægt) og vera ennþá meiri stuðboltar!
Við munum sko ekki fara fram hjá neinum!!! :D
Fyrir Tinnu ♡
Aríela:
Ég heiti Aríela og er að hlaupa með TeamTinna fyrir Tinnu. Mér fannst Tinna mjög skemmtileg, góð og fyndin. Hún kom alltaf í afmælið mitt og hún átti dótabúð sem hét Dótarí.
Mér finnst froðan skemmtilegasti partur af hlaupinu og poppið :)
Yrja:
Ég heiti Yrja. Ég er 6 ára. Mér fannst Tinna ótrúlega skemmtileg og búðin hennar líka. Hún var mjög góð vinkona mömmu minnar. Ég ætla að hlaupa með TeamTinna fyrir Tinnu ♡
Froðan og poppið er líka uppáhaldið mitt :D
TeamTinna
TeamTinna er góðgerðarfélag stofnað til heiðurs og minningar Tinnu Óskar Grímarsdóttur. Við ætlum að dreifa gleði, jákvæðni og kærleika rétt eins og Tinna okkar var snillingur í.
Nýir styrkir