Hlauparar
Heiður Hjaltadóttir
Hleypur fyrir Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings og er liðsmaður í Minning Hjalta Þórs lifir
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoninu til að halda minningu elsku sonar míns, Hjalta Þórs Ísleifssonar á lofti. En Hjalti Þór tók líf sitt 15. desember 2023, eftir að hugur hans fylltist ranghugmyndum sem enginn fótur var fyrir. Mér finnst mikilvægt að vera opin með hvernig fór og tala um hlutina eins og þeir eru. Hjalta Þór gekk vel í öllu sem hann tók sér fyrir hendur, hvort sem það var nám eða íþróttir. Hann var mjög framarlega í skíðaíþróttinni hér á landi um tíma og átti mörg verðlaun til merkis um það. Eins tók hann þátt bæði í Ólympíukeppnum bæði í stærðfræði og eðlisfræði og fékk heiðursviðurkenningu í stærðfræði, en bronsverðlaun í eðlisfræði. Hjalti Þór útskrifaðist með 9,98 í meðaleinkunn í BS námi sínu frá HÍ, en hann hlaut 6 af 6 mögulegum fyrir mastersritgerðina sína við ETH.
Það var Hjalta Þór hjartans mál að allir hefðu sömu tækifæri til menntunar, óháð efnahag eða aðstæðum og er tilgangur minningarsjóðsins að hvetja efnilega stærðfræðinema til framhaldsnáms í stærðfræði. Að Hjalta Þórs mati, var stærðfræði það sem öllu máli skipti.
Minning Hjalta Þórs lifir!
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings var stofnaður af Heiði móður Hjalta Þórs, sl. vetur. En Hjalti Þór lést 15. desember 2023.
Nýir styrkir