Hlauparar
Arnar Már Sigurðsson
Hleypur fyrir Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings og er liðsmaður í Minning Hjalta Þórs lifir
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég tek þátt í Reykjavíkurmaraþoni til að halda á lofti minningu um elskulegan stjúpson minn Hjalta Þór sem féll fyrir eigin hendi í desember sl. Hjalta er sárt saknað því þar var á ferðinni ákaflega hæfileikaríkur einstaklingur hvort sem var í námi eða þeim íþróttum sem hann tók sér fyrir hendur. Hjalta var tíðrætt um að allir ættu að eiga sama rétt til náms óháð efnahag. Minningarsjóður honum tileinkaður er hugsaður í anda Hjalta og áætlar að veita einn til tvo styrki árlega til efnilegra námsmanna í stærðfræði. Ef allt hefði farið eins og fyrirhugað var átti Hjalti að brautskrást með doktorsgráðu í stærðfræði frá ETH í Zurich núna í júni. Minning hans lifir í hugum okkar.
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings
Minningarsjóður Hjalta Þórs Ísleifssonar stærðfræðings var stofnaður af Heiði móður Hjalta Þórs, sl. vetur. En Hjalti Þór lést 15. desember 2023.
Nýir styrkir