Hlauparar
Arnar Sveinn Geirsson
Hleypur fyrir Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég hleyp fyrir elsku mömmu – og saman hlaupum við fyrir elsku Kraft!
Mér tókst loksins að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu eftir nokkrar tilraunir síðustu ár.
Á þessu ári verða 25 ár síðan mamma kom að stofnun Krafts. Á þessu ári, þann 15. júlí, hefði mamma einnig orðið sextug.
Í tilefni af hvoru tveggja ætla ég að hlaupa hálft maraþon og hef ég sett mér það óraunhæfa markmið að hlaupa það undir 1:35. Það eina sem ég veit er að mamma hleypur þetta með mér og grípur mig ef ég næ ekki í mark.
Enn þann dag í dag, 21 ári eftir að mamma kvaddi, kemur fólk til mín sem þekkti til hennar og segir mér hversu frábær hún var. Hversu glöð og jákvæð hún var og hversu mikið hún vildi alltaf hjálpa öðrum.
Tæpum 4 árum áður en hún dó kom hún að stofnun Krafts. Hún var með stuðningssímann á sér öllum stundum og hjálpaði fólki sem leitaði til Krafts. Hún smitaði gleðinni og jákvæðninni út frá sér, hvort sem var í gegnum síma eða í persónu.
Undanfarin ár hef ég setið í stjórn Krafts og fengið að taka þátt í því magnaða starfi. Félagið er orðið eitthvað örlítið stærra frá því mamma kom að stofnun þess – en kjarni þess hefur haldist sá sami. Þangað leitar fólk þegar það þarf von, þegar það þarf stuðning frá jafningjum og þegar það þarf gleði og jákvæðni í líf sitt. Þess vegna hleyp ég fyrir Kraft.
Mamma væri ansi stolt af því hvernig Kraftur er í dag.
Ég hleyp fyrir elsku mömmu – og saman hlaupum við fyrir elsku Kraft!
Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur
Kraftur styður við bakið á ungu fólki með greinst hefur með krabbamein á aldrinum 18 – 40 ára og aðstandendur. Kraftur heldur úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar auk þess sem félagið styður við félagsmenn sína með fjárhagslegum stuðningi. Kraftur er góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum.
Nýir styrkir