Hlauparar
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Hef tekið þátt í mörgum hlaupum síðan ég byrjaði að hlaupa árið 2019 en ég hef verið að æfa með Víkingum síðan þá og er einnig að fara í Eldslóðina sem er 14 september á þessu ári (2024)
Hef gaman að bæði utanvegahlaupum ásamt því að hlaupa í götuhlaupunum
Ætla að hlaupa 10 km fyrir Bumbuloní góðgerðafélag en endilega leggið þið því lið en það munar um hvern þúsund kallinn
Eva Björk dóttir mín og Pálmi Þór sonur minn hafa fengið styrk frá þessu frábæra góðgerðafélagi vegna fötlunar
Bumbuloní er góðgerðafélag sem var stofnað 2015 til minningar um Björgvin Arnar sem lést aðeins 6 ára árið 2013 úr sjaldgæfum sjúkdómi. Bumbuloní styður við fjölskyldur langveikra barna fjárhagslega fyrir jólin hvert ár. Hingað til hafa 92 fjölskyldur fengið 105 styrki upp á kr. 24.465.000.
Reykjavíkurmaraþon er stór þáttur í að geta stutt við þær fjölskyldur sem eiga langveik börn.
Áfram Bumbuloní
Bumbuloní góðgerðafélag
Bumbuloní góðgerðafélag til stuðnings langveikum börnum.
Nýir styrkir