Hlauparar
Davíð Kristjánsson
Hleypur fyrir Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Ekki gefast upp! - Líkamsrækt fyrir börn og ungmenni sem glíma við kvíða og þunglyndi
Við höfum verið starfandi síðan 2016 og erum hópur af átta einstaklingum sem brennum aðalega fyrir tvennt. Heilsurækt og að efla andlega líðan ungs fólks. Það eiga allir skilið að fá að upplifa þau jákvæðu áhrif sem að hreyfing getur gert fyrir andlega líðan. Fyrir börn og ungmenni er það einstaklega mikilvægt svo þau geti tekið jákvæða upplifun með sér fram á fullorðinsár. Námskeiðin okkar snúast um að finna gleðina aftur, oft á tíðum vegna þess að einstaklingurinn hefur ekki fundið sig í hefðbundnu íþróttastarfi. Til að hægt sé að stunda líkamsrækt reglulega er afar nauðsynlegt að hún sé skemmtileg. Okkar markmið er að skapa gleði með hreyfingunni í umhverfi þarsem við reynum að lágmarka alla utanaðkomandi þætti sem geta verið kvíðavaldandi eða skapað neikvæða upplifun. Við aðlögum æfinguna af hverjum og einum, Því ef áhuginn á því að hreyfa sig er til staðar eiga allir eiga það skilið að fá að upplifa gleðina sem henni getur fylgt. Okkar markmið er að vera sá vettvangur.
Nýir styrkir