Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ég ætla hlaupa 10km í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar endó samtakanna. Ég valdi endó samtökin vegna þess að síðustu 4 ár hef ég fylgst með kærustunni minni glíma við þennan andstyggilega sjúkdóm og öllu sem honum fylgir, á þessum 4 árum hafa verið þó nokkrar spítala ferðir, aðgerð í lok 2022, fleiri greiningar sem fylgikvillar af sjúkdómnum sem er ekki hægt að laga og margir erfiðir dagar. Það er lítil sem engin þekking á þessum sjúkdóm og því eru endó samtökin mjög mikilvægur partur af okkar lífi og að það séu gerðar frekari rannsóknir á sjúkdómnum sjálfum er nauðsynlegt.
Endósamtökin
Um 10% fólks sem fæðist með leg er með endómetríósu eða um 176 milljónir í heiminum. Endómetríósa er ekki bara slæmir túrverkir. Sjúkdómnum geta fylgt miklar kvalir og ýmsir erfiðir fylgikvillar, þar á meðal meltingarvandræði og ófrjósemi. Meðalgreiningartími er 7-8 ár. Stuðningur og fræðsla er meginverkefni Samtaka um endómetríósu. Samtökin vinna ötullega að því að fræða almenning og heilbrigðisstarfsfólk um sjúkdóminn. Margt fólk með endómetríósu finnur fyrir vantrú annarra og þarf enn þann dag í dag að berjast fyrir viðurkenningu á líðan sinni og einkennum.
Nýir styrkir