Hlauparar
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Kristniboðssambandið
Kristniboðssambandið (SÍK) er landssamtök kristniboðshópa, félaga og einstaklinga sem vinna að kristniboði og hjálparstarfi meðal annarra þjóða. Starfssvæði SÍK er aðallega í Eþíópíu og Keníu, einnig Japan. Einnig í samstarfi við fölþjóðlegar þverkirkjulegar kristniboðshreyfingar í Mið- Austurlöndum, Norður Afríku og Pakistan. Kristniboðar hafa reynt að hjálpa fólki, sem býr við hörmungar, fátækt, líkamlega og andlega vanlíðan með ýmsum hætti. Þeir vinna að alhliða fræðslu, hjúkrun, heilsuvernd og margs konar þróunarverkefnum svo sem umbótum í landbúnaði, verndun vatnsbóla og fleiru. Á tímum hungursneyðar taka þeir þátt í víðtæku hjálparstarfi og matvæladreifingu. Á Íslandi starfar Kristniboðssambandið ma.a. meðal flóttafólks og hælisleitenda með því að bjóða upp á ókeypis íslenskukennslu og ýmiskonar félagslega uppbyggingu
Nýir styrkir