Runners
Ragnhildur Þóra Hafsteinsdóttir
Supporting Ljósið - Cancer Rehabilitation Center and is a member of Ljóskurnar
Total collected
Goal
thank you for your support!
Ég ætla að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í sumar, til styrktar Ljóssins.
Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem jefur greinst með krabbamein og aðstandendur þess.
Í Ljósinu gerast einhverjir töfrar sem ég hef ekki upplifað áður. Þar hef ég fengið tækifæri til að viðra áhyggjur mínar og kvíða, þar hef ég fundið lífsgleði og styrk og allt þar á milli. Þar hef ég einnig myndað dýrmæta vináttu við stelpur og konur sem eru í svipaðri stöðu og ég og er jafningjastuðningurinn ómetanlegur, lánið í óláninu.
Eins mikið og ég vildi óska þess að enginn þyrfti að nýta sér þjónustu Ljóssins þá fer þar fram lífsnauðsynleg þjónusta sem þarf að fjármagna og vonast ég því til að geta gefið smá til baka og hvet alla sem vilja styrkja Ljósið að heita á mig eða vinkonur mínar, annað hvort mínar allra bestu æskuvinkonur eða Ljóskurnar mínar sem er hlaupahópur kvenna sem nýta sér þjónustu Ljóssins.
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges