Runners
Áslaug Eiríksdóttir
Supporting Ljósið - Cancer Rehabilitation Center and is a member of Ljóskurnar
Total collected
Goal
thank you for your support!
Í nóvember 2023 umturnaðist tilvera mín þegar ég greindist með brjóstakrabbamein. Vinnudögum í skemmtilegu starfi og hektískri fjölskyldutilveru var skipt út fyrir veikindarússíbana erfiðra tilfinninga og meðferða.
Frá fyrsta degi hef ég nýtt mér þjónustu Ljóssins. Ég fékk faðmlag og skilningsríkt viðmót frá starfsfólkinu í móttökunni þegar ég mætti í fyrsta skiptið, örvæntingin uppmáluð. Ég fékk ráð og reynslusögur í jafningjafræðslunni frá öðrum sem voru komnar aðeins lengra á ferðlalaginu sem ég var að leggja af stað í. Í handverkinu fékk ég kærkomna tilbreytingu á umhverfi þá daga sem einkenndust af líkamlegri vanlíðan og gat verið eins og ég þurfti án þess að þurfa að útskýra neitt. Frá þjálfurunum í tækjasalnum fékk ég pepp við hæfi þá daga sem líkaminn gat meira. Ég tala reglulega við sálfræðing og iðjuþjálfa hjá Ljósinu, sem er mjög hjálplegt þegar baráttan við krabbameinið fer fram í kollinum á manni. Í hádeginu hef ég notið góðs af holla matnum sem er eldaður á staðnum (ég þori að fullyrða að hollusta pr fermetra sé hvergi hærri á landinu).
Í stuttu máli er óhætt að fullyrða að þetta veikindaferli mitt hefði verið allt öðruvísi - og erfiðara - án Ljóssins. Og nú er kominn tími til að gefa tilbaka.
Ég ætla að hlaupa 3 km fyrir Ljósið og ég yrði þakklát að fá áheit og framlög frá ykkur vinum mínum og vandamönnum. Ef ekki fyrir mig, þá fyrir þau sem munu þurfa á Ljósinu að halda í framtíðinni.
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges