Runners
Regína Björk Jónsdóttir
Supporting Ljósið - Cancer Rehabilitation Center and is a member of Ljóskurnar
Total collected
Goal
thank you for your support!
Bleikur október í fyrra hafði meiri þýðingu fyrir mig en öll önnur ár en þann 24.október fékk ég staðfest að ég væri með krabbamein í brjóstinu.
Skærbleikur október kýldi mig og mína niður en Ljósið togaði mig svo sannarlega fallega og bjart upp, umvafði mig hlýju og þar hef ég eignast sannar vinkonur líka sem ég ætla að “hlappa” með í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst fyrir Ljósið.
Ég get ekki ímyndað mér hvernig andleg líðan mín hefði verið ef ekki hefði verið fyrir Ljósið í þessu erfiða verkefni, hitta þjáningasystur mínar, sinna handverki, hreyfingu og eiga skemmtileg samtöl við starfsfólk sem eru hverju öðru skærari perla.
Ljósið er mitt Rolling Stones og ég er þeirra aðal grúbbpía!
Ef þið sjáið ykkur fært um að heita á mig og styrkja þetta fallega málefni þá væri ég mjög þakklát <3
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
New pledges