Team
Vinir Dóra og fjölskylda hlaupa fyrir Ljósið
Supporting Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Total collected
Goal
thank you for your support!
Kæru vinir og fjölskylda,
Okkar ástkæri Halldór Bragason (Dóri) lést þann 13. ágúst síðastliðinn. Við fjölskyldan höldum ótrauð áfram og sameinumst í því verkefni að hlaupa fyrir Ljósið í hans minningu.
Dóri háði hetjulega baráttu við krabbamein síðustu tvö ár ævi sinnar og sótti styrk bæði sálarlega og líkamlega hjá Ljósinu, sem er endurhæfingar og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Reyndist þeirra góða starfsemi honum ómetanleg.
Okkur þætti vænt um að fá ykkar stuðning í því verkefni að safna fyrir Ljósið.
Ljósið - Cancer Rehabilitation Center
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Runners
Berta Gunnarsdóttir
Andri Freyr halldorsson
Jón Helgi Guðmundsson
Ásdís Freyja Andradóttir
Kristjan Helgason
Steinunn Jónsdóttir
Nanna K Hannesdóttir
Gudmundur Bergthorsson
Unnar Örn Finnsson
New pledges