Hér fyrir neðan má finna svör við algengum spurningum
Almennar upplýsingar
2025 - 23. ágúst - 40. sinn
2026 - 22. ágúst - 41. sinn
Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er boðið uppá fjórar vegalengdir. Sumar þeirra hafa þó aldurstakmark. Vegalengdirnar eru:
Maraþon (42,2 km) - aldurstakmark, 18 ára
Hálft Maraþon (21,1 km) - aldurstakmark, 15 ára
10 km hlaup - ekki æskilegt fyrir yngri en 12 ára
Skemmtiskokkið - 3 km með möguleika á að stytta sér leið
Skráning
Skráning er opin fram að hlaupadegi og fer fram á Corsa.is. Það verður líka hægt að skrá sig í hlaupið við afhending gagna (EXPO), fimmtudag og föstudag fyrir hlaup. Athugaðu samt að þátttökugjaldið í hlaupið hækkar eftir því sem nær dregur hlaupi og að það getur orðið uppselt í vegalengdir.
Það sem er innifalið er hlaupanúmer með innbyggðri tímatökuflögu, medalía að hlaupi loknu og sérstök verðlaun fyrir sigurvegarana. Gatorade og vatn er í boði við endamarkið í Lækjargötu og á hlaupaleiðunum. Þar að auki gildir hlaupanúmer sem aðgöngumiði í eina af sundlaugum Reykjavíkur.
Smelltu hér og notaðu netfangið sem þú skráðir þig í hlaupið. Þá færðu tölvupóst sem þú staðfestir og kemst þá inn á mínar síður. Einungis þau sem eru skráð í hlaupið komast inn á mínar síður.
Já, það er hægt að gera á vefnum á meðan netskráning er opin inni á mínar síður. Einnig verður hægt að breyta um vegalengd á skráningarhátíðinni. Ekkert kostar að færa sig í styttri vegalengd og eingöngu er greitt fyrir mismuninn ef verið er að færa sig upp í lengri vegalengd.
Nei, því miður er ekki boðið uppá endugreiðslu eða að færa skráningar milli ára.
Já svo sannarlega, það er gert inn á mínum síðum.
Þú finnur miðann þinn inni á mínum síðum. Núna er hægt að bæta miðanum sínum í Apple eða Google wallet.
Þegar þú verslar miða þá er eitt af loka skrefunum þar sem þú getur sett inn gjafabréf/afsláttarkóða.
Hægt er að skrá allt að 10 manns í gegnum skráningarkerfið, ef þú ert að skrá fleiri en 10 hlaupara þá getur þú sent tölvupóst á info@marathon.is og fengið frekari aðstoð.
Þú finnur miðann þinn inni á mínar síður, þú skráir þig inn með því netfangi sem þú skráðir þig inn og sérð þá miðann þar. Ef einhver hefur skráð þig þá er mikilvægt að viðkomandi noti rétt netfang, annars gæti miðinn þinn verið undir netfangi viðkomandi.
Já, en mikilvægt er að hver skráning hafi sitt eigið netfang til að komast inn á mínar síður. En ef börn eru skráð þá er hægt að nota netfang forráðamanns.
Nei því miður þá er ekki hægt að nýta miðann eftir að viðburði er lokið.
Þú getur fundið kvittanir á mínum síðum.
Við hvetjum fyrirtæki til að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið info@marathon.is.
Hlaupið
Hlaupið fer fram snemma morguns og stendur fram yfir hádegi. Lengri vegalengdirnar byrja fyrst og síðasta ræsingin er svo fyrir skemmtiskokkið. Hægt er að skoða dagskrá hlaupdags hér!
Þátttakendur í maraþoni hafa 6 klukkustundir og 30 mínútur til að ljúka keppni. Þátttakendur í hálfu maraþoni eru beðnir um að færa sig upp á gangstétt á Sæbrautinni eftir 3 klukkustundir og 30 mínútur. Tímatöku lýkur kl. 15:10, eftir það fá engir hlauparar skráðan tíma.
Hlaupið hefst í miðbænum rétt hjá Tjörninni. Allar vegalengdir hefjast í Sóleyjargötu og enda svo í Lækjargötunni, fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík, sem er bara tveimur götum frá.
Öllum er velkomið að fylgjast með á hlaupdag en eingöngu þátttakendur mega vera á afgirtu svæðinu þar sem hlaupið hefst og endar. Pláss fyrir áhorfendur er ekki mikið í Sóleyjargötunni en talsvert meira pláss er í Lækjargötunni þar sem hlaupið endar. Grasið sem skilur að Lækjargötuna og Menntaskólann í Reykjavík er tilvalinn staður að sitja á.
Já, í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km hlaupinu eru hraðastjórar. Þau hlaupa í lituðum vestum með áföstum blöðrum. Hraðastjórar og hólfin verða kynnt betur viku fyrir hlaup.
Já, hlaupið hefur verið meðlimur í AIMS (association of International Marathon and Distance races) síðan 1984 sem gerir hlaupið að viðurkenndu hlaupi. Þar af leiðandi gefur þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu rétt á þátttöku í ýmsum hlaupum.
Allir þátttakendur í Skemmtiskokkinu þurfa að vera skráð í hlaupið eða aðra vegalengd í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Frekari upplýsingar um skemmtiskokk má finna hér.
Þau sem velja að þau vilji ekki taka fram kyn í skráningu hlaupsins (hægt að breyta á mínum síðum eftir skráningu) birtast nafnlaus á þátttakenda lista og í úrslitum hlaupsins á corsa.is. Einnig er hægt að stilla birtingu persónuupplýsinga á mínum síðum. Þau sem eru nafnlaus teljast ekki til keppni og geta ekki fengið verðlaun.
Hægt er að kaupa myndir úr hlaupinu hjá Marathon Foto Verðið er 6400 krónur á sérstöku "forkaupsverði", en verðið eftir hlaup er 8900 krónur. Það eina sem þarf að gera eftir að það hefur verið greitt fyrir myndir er að fara á síðu Marathon Foto og slá inn hlaupanúmer eða nafn til að finna myndirnar og ná í þær. ATHUGIÐ: Verð hækkar því sem nær dregur hlaupi.
AbbottWMM Wanda Age Group World Championships sendir þeim sem eru innan tímamarka boðskort í hlaup á hverju ári. Svona eru inntökuskilyrðin í 2025 hlaupið. Upplýsingar um hlaup er deilt síðar.
Hlaupastyrkur.is
Þegar þú hefur lokið skráningu í hlaupið, ferð inn í góðgerðarmál á mínum síðum og þar býrð þú til styrktarsíðuna þína og velur þar góðgerðarfélag.
Þú þarft að vera búin/n/ð að stofna styrktarsíðu og þá birtist þín síða undir þínu nafni og undir góðgerðarfélagi sem þú safnar fyrir. Þér er svo frjálst að deila síðunni inni á þínum miðlum.
Þú getur breytt góðgerðarfélagi þar til þú hefur fengið þitt fyrsta áheit.
Já, það gerir þú á mínum síðum. Boð í hópa birtast líka á mínum síðum undir hópar. Þau sem fá boð fá ekki tölvupóst heldu sjá þau boðið á mínum síðum. Ath það þarf ekki að bjóða öðrum til að búa til hlaupahóp.
Ef þú finnur ekki þitt góðgerðarfélag þá hefur góðgerðarfélagið ekki skráð sig til leiks. Við hvetjum ykkur þá til að hafa samband við ykkar góðgerðarfélag og hvetja þau til að skrá sig með því að hafa samband við aheit@marathon.is.
Þú getur alltaf uppfært þínar upplýsingar undir Góðgerðarmál inni á mínum síðum.
Hægt er að skipta um vegalengd á meðan að það er laust í viðkomandi vegalengd. ATHUGIÐ: Takmarkaður fjöldi er í hverja vegalegnd.