Hlaupið

Reykjavíkurmaraþon hefur farið fram í miðbæ Reykjavíkur árlega síðan 1984. Undanfarin ár hefur hlaupið farið fram á sama degi og Menningarnótt sem er haldin hátíðleg í Reykjavík og fer fram laugardaginn á/eftir afmæli Reykjavíkur, 18.ágúst.

Reykjavíkurmaraþon var stofnað árið 1984. Frá 2003 hefur Reykjavíkurmaraþon verið í umsjón Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR) sem eru samtök íþróttafélaganna í Reykjavík. Á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur eru árlega haldnir fimm stórir íþróttaviðburðir sem auk Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka eru Miðnæturhlaup Suzuki, Laugavegshlaupið, Reykjavik International Games og Norðurljósahlaup Orkusölunnar. Yfir 500 sjálfboðaliðar koma að framkvæmd Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, flestir þeirra eru úr íþróttafélögunum í Reykjavík.

Hagnaði Reykjavíkurmaraþons síðustu ár hefur verið skipt í tvennt og helmingur settur í að byggja upp hlaupin svo sem með kaupum á búnaði eða þróun. Hinn helmingurinn er notaður til að styðja starf íþróttafélaganna í Reykjavík í gegnum styrktarsjóð ÍBR.

Framkvæmdaraðili Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er Íþróttabandalag Reykjavíkur.  

ÍBR viðburðir

kt. 590493-2369
Engjavegi 6
104 Reykjavík

Upplýsingar eru veittar í gegnum eftirfarandi netföng:

Almennt um hlaupið og skráningu: info@marathon.is

    Næstu hlaup

    • 23. ágúst 2025
    • 22. ágúst 2026
    • 21. ágúst 2027

    Saga hlaupsins

    Hér má finna nánari upplýsingar um sögu Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, auk tölfræðilegra upplýsinga um þátttakendur, áheitasöfnunar í gegnum árin og annarra áhugaverða þátta sem tengjast viðburðinum.

    Tímarit hlaupsins

    Hér er hægt að skoða öll blöð sem Reykjavíkurmaraþon hefur gefið út. Í mörgum blaðanna er að finna skemmtilegar og fræðandi greinar eftir ýmsa sérfræðinga, viðtöl, myndir, úrslit o.fl.

    Heiðursklúbbur

    Þeir hlauparar, sem lokið hafa 10 maraþonum eða hálfum maraþonum í Reykjavíkurmaraþoni öðlast aðild að Heiðursklúbbi Reykjavíkurmaraþonsins. Veittar eru viðurkenningar til hlaupara þegar þeir hafa lokið 10, 15, 20, 25 og 30 hlaupum. Nánari upplýsingar um Heiðursklúbbinn má finna hér.

    Sjálfboðaliðar

    Vilt þú vera hluti af Reykjavíkurmaraþoninu og hjálpa til við að skapa ógleymanlega upplifun fyrir þátttakendur? Við erum að leita að sjálfboðaliðum sem vilja leggja til krafta sína og vera partur af þessum skemmtilega viðburði. Smelltu hér til að kynna þér nánar hvernig þú getur tekið þátt.

    Upplifðu Reykjavík

    Reykjavíkurborg hefur heldur betur upp á margt að bjóða og þá sérstaklega í kringum Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka ár hvert. Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um það sem Reykjavík hefur upp á að bjóða.

    Samstarfsaðilar

    Hér má finna nánari upplýsingar um samstarfsaðila Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade