Hlaupadagur

    Dagskrá

    Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 23. ágúst 2025. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna hér.

    Þjónusta

    Innifalið í miðaverði er fjölbreytt þjónusta, sem tryggir hlaupurum einstaka upplifun. Hér má finna nánari upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á hlaupdegi fyrir allar vegalengdir

    Þátttakendalisti

    Tæplega 11.000 manns taka árlega þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og koma þátttakendur frá fjölmörgum löndum víðs vegar að. Hér er hægt að nálgast þátttakendalista hlaupsins

    Rás- og marksvæði

    Rásmarkið er staðsett á Sóleyjargötu og marksvæðið í Lækjargötu. Hér má sjá mynd sem útskýrir staðsetningu bæði rás- og marksvæðis.

    Kort af hlaupaleiðum

    Í Reykjavíkurmaraþoninu er boðið uppá 3 keppnisvegalengdir og svo skemmtiskokk sem skiptist niður í 3 km leið og 1,7 km leið. Flest ættu því að geta fundið vegalengd sem hentar þeim. Hér er hægt að kynna sér allar þær vegalengdir sem eru í boði, upplýsingar um götur sem hlaupið er á, tímatöku og annað sem gott er að hafa í huga.

    Truflun á umferð

    Laugardaginn 23. ágúst verða lokanir og truflanir á umferð vegna hlaupsins, frá kl. 08:00 til 15:00. Nánari upplýsingar um lokaðar götur og tímasetningar má nálgast hér. Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér þessar upplýsingar og skipuleggja ferðir sínar í samræmi við þær.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade