Góðgerðamál

Áheitasöfnunin hófst í nóvember þegar skráningin opnaði. Opið verður fyrir skráningu góðgerðarfélaga til og með 1. ágúst 2024. Söfnunin lokar mánudaginn 25. ágúst 2025.

Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Öll áheit renna óskipt beint til skráðra góðgerðarfélaga.

    Hlauptu til góðs

    Hefur þú áhuga á að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu og um leið styðja við gott málefni? Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta tekið þátt í áheitasöfnuninni. Til að taka þátt í söfnuninni þarf viðkomandi að vera skráður í hlaupið. Á „Mínum síðum“ setur maður upp sína eigin áheitasíðu og velur góðgerðarfélag til að hefja söfnunina.

    Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig setja skal upp áheitasíðu

    Hlaupahópar

    Að vera hluti af hlaupahóp er frábær leið til að safna áheitum sem ein heild, hvort sem það er vinnufélagarnir, fjölskyldan og/eða vinahópurinn. Hópurinn velur sér eitt málefni sem fær öll áheit sem berast beint á hópinn. Einstaklingarnir í hópnum geta síðan valið hvort þeir hlaupi persónulega fyrir þetta sama góðgerðarfélag eða eitthvað annað.

    Á „Mínum Síðum" er hægt að stofna hlaupahóp

    Skráning góðgerðafélaga

    Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2025 hefst í mars. Félög sem tóku þátt í söfnuninni árið á undan fá póst þar sem þau eru hvött til að yfirfara skráningarupplýsingar sínar. Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið aheit@marathon.is.

    Nánari upplýsingar um skráningu og reglur góðgerðafélaga má finna hér.

    Hlaupastyrkur.is

    Áheitasöfnun fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram á hlaupastyrkur.is. Á vefsíðunni er hægt að skoða hvaða góðgerðafélög er hægt að styrkja og hvaða hlauparar eru að taka þátt í áheitasöfnuninni.

    Góðir hvatningarstaðir

    Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupa um götur Reykjavíkur, og hér má sjá kort með góðum stöðum til að hvetja þá áfram. Á leiðinni eru einnig hvatningarstöðvar góðgerðafélaga og fyrirtækja, sem skapa frábæra stemningu. Smá klapp og hvatning geta veitt hlaupurum ómetanlegan kraft – komdu út að hvetja og vertu með í gleðinni!

    Saga góðgerðarsöfnunar

    Frá árinu 2007 hafa þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka getað hlaupið til styrktar góðu málefni. Tugir miljóna hafa safnast til á annað hundrað góðgerðafélaga í tengslum við hlaupið. Upphæðirnar smáar sem stórar hafa skipt félögin miklu máli og verið notaðar í mörg þörf verkefni.

    Hér má lesa nánar um sögu góðgerðasöfnunar

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade