Áheitasöfnunin hófst í mars 2024 en farið var í ýmsar breytingar á kerfinu, Corsa, sem heldur um söfnunina. Opið var fyrir skráningu góðgerðarfélaga til og með 1. ágúst 2024. Söfnunin lokaði mánudaginn 26. ágúst 2024.
Áheitasöfnun í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024 fer fram á hlaupastyrkur.is líkt og undanfarin ár. Öll áheit renna óskipt beint til skráðra góðgerðarfélaga.
Hlauptu til góðs
Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta tekið þátt í áheitasöfnuninni. Sjá nánar hér.
Skráning góðgerðafélaga
Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2024. Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið aheit@marathon.is.
Til að félag geti birst á hlaupastyrkur.is síðunni þarf að fara inn á Corsa (umsjónarsvæði góðgerðarfélaga), samþykkja skilmálana og birtingu og samþykkja nýju reglur Hlaupastyrks.
Áheitasöfnunin 2024
Áheitasöfnun í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fór fram úr björtustu vonum, þar sem söfnuðust 255.351.614 krónur á Hlaupastyrk, sem er hæsta upphæð, auk þess sem Teya og Mastercard stóðu fyrir auka söfnun óháð góðgerðarfélagi en þar söfnuðust 2.338.847 krónur sem var deilt jafnt á öll félögin. Alls safnaðist 2024 - 257.690.461 krónur Heildarupphæð áheita sem nú hafa safnast frá upphafi (2006) eru um 1.701 milljónir.
Haraldur Ingi Þorleifsson safnaði mest einstaklinga 2.081.500 krónum fyrir Solaris, næst var Berglind Sigurðardóttir sem safnaði 1,4 milljónum fyrir Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhönd og þriðja var Nanna Björg Lúðvíksdóttir sem safnaði einnig 1,4 milljónum fyrir Styrktarfélag Alexöndru P. Barkardóttur. Sá hlaupahópur sem safnaði mest eða um 4,3 milljónum var Í minningu Leós Ásgeirssonar fyrir Krýsuvíkursamtökin.
169 góðgerðarfélög söfnuðu áheitum í ár, en áheitin hafa verið greidd til góðgerðafélaganna. Öll áheit sem bárust fara beint til félaganna því Íslandsbanki greiðir allan kostnað við söfnunina. Þau félög sem söfnuðu mest voru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 22,8 milljónum, Gleym-mér-ei styrktarfélag safnaði 16,8 milljónum og Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir safnaði 12,9 milljónum.