Upplýsingar fyrir fatlaða þátttakendur
Skráning
Skráning fer fram hér á vefnum og er bara um almenna skráningu að ræða. Nánari upplýsingar um skráningu má finna hér.
Fylgdarmenn
Fatlaðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta haft með sér einn fylgdarmann í hlaupinu sér að kostnaðarlausu ef þeir óska þess. Fylgdarmaður fær merkingu sem sýnir að hann megi vera á hlaupabrautinni en hann fær ekki tíma, bol eða önnur gögn hlaupsins. Fylgdarmaður fær afhent sérmerkt þátttökumerki á úrlausnaborði á skráningarhátíðinni.
Hlaupabrautin
Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru á eigin ábyrgð. Hlaupabrautin er ekki alveg lokuð umferð og því mikilvægt að sýna aðgát. Auk þess er vakin athygli á því að hlaupabrautin getur verið á köflum erfið yfirferðar fyrir hjólastóla. Má þar nefna hraðahindranir, gróft undirlag og misfellur sem geta verið varasamar. Af öryggisástæðum þurfa þátttakendur í hjólastólum eða með önnur hjálpartæki að vera aftast í upphafi hlaups.
Verðlaun
Allir þátttakendur fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og fá skráðan tíma hafi þeir tekið þátt í vegalengd með tímatöku.
Þátttakendur í hjólastól geta ekki unnið til verðlauna fyrir fyrstu þrjú sætin eða aldursflokkaverðlaun í hlaupinu.