Þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka hlaupa um götur Reykjavíkur. Góða staði til að hvetja hlaupara má sjá á kortinu og í töflunni hér fyrir neðan.
Hvatningarstöðvar góðgerðafélaga
Góðgerðafélögin sem hægt er að safna áheitum fyrir á hlaupastyrkur.is eru mörg með hvatningarstöðvar á leiðinni. Smelltu hér til að skoða kort hvar góðgerðarfélög verða á leiðinni 2024, uppfært kort fyrir árið í ár kemur þegar nær dregur hlaupi.
Hvatningarstöðvar fyrirtækja
Fyrirtæki sem vilja vera með hvatningarstöð í hlaupinu þurfa að hafa samband við info@marathon.is til að fá leyfi.
Góðir hvatningarstaðir
Á kortinu hér fyrir neðan má sjá áætlaðar tímasetningar þegar hlauparar fara hjá góðum hvatningarstöðum. Í töflunni fyrir neðan kortið eru fleiri og nákvæmari staðir. Smá klapp eða uppörvandi hrós getur veitt ótrúlega mikinn auka kraft í átökunum. Komdu út að hvetja!