
Fyrsta hálfmaraþonið fór fram árið 1984 en þá tóku 68 þátt í hálfmaraþon vegalengdinni. Undanfarin ár hafa um 3000 hlauparar verið skráðir til þátttöku í hálfmaraþon Reykjavíkurmaraþons.
Hálfmaraþon er 21,1 km langt og er ræst á sama tíma og maraþon vegalengdin.
Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar hlaupi þessa vegalengd enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter.
Hlaupaleiðin
Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga:
Sóleyjargata, Njarðargata, Sturlugata, Sæmundargata, Eggertsgata, Suðurgata, Lynghagi, Ægisíða, Nesvegur, Suðurströnd, Lindarbraut, Norðurströnd, Eiðsgrandi, Ánanaust, Fiskislóð, Hólmaslóð, Grandagarður, Mýrargata, Geirsgata, Kalkofnsvegur, Sæbraut í austur, Sægarðar, Sæbraut í vestur, Kalkofnsvegur og Lækjargata. Hlaupaleiðin er mæld samkvæmt stöðlum AIMS (alþjóðleg samtök hlaupa).
Drykkjarstöðvar
Í hálfmaraþoninu eru í heildina 5 drykkjarstöðvar. Fyrstu tvær eru fyrir hlaupara í maraþoni, hálfmaraþoni og 10 km, en þær eru við Eiðistorg og Eiðsgranda, næst eru tvær á Sæbraut, sú fyrri við Hörpu og seinni hjá snúningspunkti við Sundahöfn með Gatorade og vatni. Síðasta stöðin í marki á Lækjargötu við Mæðragarð.
Þátttakendur
Öll sem eru 15 ára eða eldri geta skráð sig og tekið þátt í hálfmaraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Ekki er mælt með því að óvanir hlauparar taki þátt í þessari vegalend, enda ekki á allra færi að hlaupa rúman 21 kílómeter. Athugið að tímatakmörk í hlaupinu er 6 og hálf klukkustund en þau sem eru enn á Sæbraut til austurs verða beðin um að færa sig yfir gangstíg eftir 3 tíma.
Þjónusta
Innifalið í miðaverði er fjölbreytt þjónusta, sem tryggir hlaupurum einstaka upplifun. Hér má finna nánari upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á hlaupdegi fyrir allar vegalengdir
Algengar spurningar
Vantar þig fleiri upplýsingar um Reykjavíkurmaraþonið? Svör við algengum spurningum má finna hér.
