Rás- og marksvæði

Ræst verður frá Sóleyjargötu en þátttakendur koma í mark í Lækjargötu eins og venjan er. Þátttakendum er bent á að raða sér upp á Skothúsvegi fyrir hlaup. Þau bílastæði sem næst eru svæðinu eru við Háskóla Íslands, Norræna húsið og Þjóðarbókhlöðuna. Hér að neðan má sjá kort af rás- og marksvæðinu.

Hraðahólf

Þátttakendur í öllum vegalengdum koma til með að hlaupa á mismunandi hraða. Þar sem fjöldi er mikill og til að forðast þrengsli í upphafi og árekstrum og frammúrtöku á fyrstu km, er mikilvægt að þátttakendur áætli hlaupahraða sinn og finni viðeigandi hraðahólf.

Merkingar á staðnum verða með þeim hætti að hvert hólf verður afmarkað með skilti í ákveðnum lit með áætluðum loka tíma.

Rauða hraðahólfið er fyrir keppnishlaupara sem eiga möguleika á að vera í fremstu sætum í sinni vegalengd og eiga tíma sem er minni en 1:35 í hálfu maraþoni eða minni en 40 mínútur í 10 km hlaupi. Næst hraðastir fara í blátt hólf, síðan svart, svo hvítt og að lokum fjólublátt. Til þess að gæta öryggis allra þátttakenda þurfa þeir sem eru í hjólastól með og án fylgdarmanna og þeir sem hlaupa 10 km á meira en 65 mínútum, að hefja hlaup í aftasta hólfi. Þeir sem búa ekki yfir reynslu til að geta metið áætlaðan hraða sinn er einnig bent á að staðsetja sig í aftasta hólfi.

Í 10 km hlaupi er miðað við lokatíma á 10 mínútna bili í hverju hólfi. Maraþon og hálfmaraþon er ræst á sama tíma og blandast þátttakendur í hólfum án tillits til vegalengdar. Merking hólfa á við lokatíma í hálfmaraþoni. Þeir sem hlaupa maraþon taka mið af því út frá eigin markmiðum.

Athugið að flögutímataka er í hlaupinu og því fá allir hlauparar sinn persónulega tíma frá því þeir fóru yfir marklínuna og þangað til þeir komu í mark. Sjá nánar um tímatöku hér.

Hraðastjórar verða staðsettir innan hraðahólfa, í vesti merkt með ákveðnum tíma og blöðrur þannig að auðveldara sé að finna þá í hópnum.

Nöfn hraðastjóra og tímar eru eftirfarandi:

10 km - hlaupastjórar

40 mín

45 mín

Gauti Kjartan Gíslason

Ingvar Hjartarson

50 mín. 

Jón Orri Jónsson

Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir

55 mín. 

Tjörvi Einarsson

Þórir Ingvarsson

60 mín. 

Sigríður Gísladóttir

Tonie Gertin Sorensen

65 mín.

Jóhanna Eiríksdóttir

Elín Reed

70 mín.

Hlín Hjartar Magnúsdóttir

Sif Arnardóttir

21,2 km - hraðastjórar

1,30 klst.

Bjarni Jónsson
Gunnar Marteinsson

1,35 klst. 

Snorri Freyr Ákason

Gunnar Árni Hinriksson

1,40 klst.

Gísli Helgason

Jóhanna Ólafs

1,45 klst. 

Ágúst Ævar Gunnarsson

Benedikt Sigurðsson

1,50 klst. 

Erlendur Steinn Guðnason

Einar Luai Arnarson

1,55 klst.

Friðrik Ármann Guðmundsson

Þorsteinn Tryggvi Másson

2,00 klst. 

Kjartan Long

Ingibjörg Hrönn Pálmadóttir

42,2 km - hraðastjórar

3,30 klst.

Christopher Harrington

3,45 klst.

Guðjón Karl Traustason

4,00 klst.

Dagur Egonsson 

Ólafur Briem

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade