Rás- og marksvæði

Ræst verður frá Sóleyjargötu en þátttakendur koma í mark í Lækjargötu eins og venjan er. Þátttakendum er bent á að raða sér upp á Skothúsvegi fyrir hlaup. Þau bílastæði sem næst eru svæðinu eru við Háskóla Íslands, Norræna húsið og Þjóðarbókhlöðuna. Hér að neðan má sjá kort af rás- og marksvæðinu.

Hraðahólf

Þátttakendur í öllum vegalengdum koma til með að hlaupa á mismunandi hraða. Þar sem fjöldi er mikill og til að forðast þrengsli í upphafi og árekstrum og frammúrtöku á fyrstu km, er mikilvægt að þátttakendur áætli hlaupahraða sinn og finni viðeigandi hraðahólf. Nánari upplýsingar um hraðahólf má finna hér.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade