
Fyrsta skemmtiskokkið fór fram árið 1993. Undanfarin ár hafa um 2500 hlauparar verið skráðir til þátttöku Reykjavíkurmaraþons ár hvert.
Skemmtiskokkið er ræst kl 12:00. En hægt er að velja við ræsingu hvort er hlaupið 3 km eða styttri vegalengdina 1,7 km.
Skemmtiskokk er hentar öllum á hvaða aldri sem er. Mikið fjör verður á brautinni, þetta er partýhlaup með allskonar skemmtunum á leiðinni, fígúrur, froða*, dansarar og tónlist.
Hlaupaleiðin
Hlaupið hefst eins og aðrar vegalengdir Reykjavíkurmaraþons í Sóleyjargötu og endar í Lækjargötu fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Hlaupið er um eftirfarandi götur og stíga:
3 km leið: Sóleyjargata, Gamla Hringbraut, Smáragata, Njarðargata, Laufásvegur, Grundarstígur, Bjargarstígur, Þingholtsstræti, Hellusund, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Austurstræti, Veltusund, Hafnarstræti, Pótshússtræti, Tryggvagata, og Lækjargata.
1,7 km leið: Sóleyjargata, Njarðargata, Fjólugata, Skothúsvegur, Tjarnargata, Vonarstræti, Templarasund, Kirkjustræti, Pósthússtræti, Austurstræti, Veltusund, Hafnarstræti, Póshússtræti, Tryggvagata, og Lækjargata.
Þátttakendur
Skemmtiskokkið er fyrir öll, ung sem og aldin. Fólk með vagna og kerrur mega taka þátt í þessari vegalengd en skulu stilla sér upp aftast í starti og sýna sérstaka aðgát. Öll þau sem ætla að taka þátt verða að vera skráð og búin að sækja sitt hlaupanúmer þar sem númerslausum verður vísað úr brautinni. Leyfilegt er að taka þátt með hlaupanúmer úr annarri vegalengd.
Drykkjarstöðvar
Drykkarstöð er staðsett á marksvæði fyrir framan Fríkirkjuna þar sem hægt er að fá sér drykki frá Ölgerðinni.
Þjónusta
Innifalið í miðaverði er fjölbreytt þjónusta, sem tryggir hlaupurum einstaka upplifun. Hér má finna nánari upplýsingar um þá þjónustu sem veitt er á hlaupdegi fyrir allar vegalengdir
Verðlaun
Öll sem koma í mark og eru með skemmtiskokks hlaupanúmer fá verðlaunamedalíu.
Algengar spurningar
Vantar þig fleiri upplýsingar um Reykjavíkurmaraþonið? Svör við algengum spurningum má finna hér.