Skráning góðgerðafélaga

Skráning góðgerðafélaga í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2024 hefst í mars. Félög sem tóku þátt í söfnuninni árið á undan fá póst þar sem þau eru hvött til að yfirfara skráningarupplýsingar sínar.

Ný félög sem hafa áhuga á að taka þátt í áheitasöfnuninni er bent á að senda upplýsingar um nafn, kennitölu og bankareikning félags á netfangið aheit@marathon.is. Skráningu góðgerðafélag lýkur 2. ágúst 2024. Áheitasöfnunin er opin til miðnættis mánudaginn 26. ágúst 2024.

Áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka er opin fyrir góðgerðafélög sem hafa verið formlega stofnuð á Íslandi og eru með starfandi stjórn og kennitölu. Ekki er hægt að skrá félög sem nota kennitölur eða bankareikninga einstaklinga eða fyrirtækja. Miðað er við að félög í áheitasöfnuninni hafi eitthvert af eftirfarandi rekstrarformum: félagasamtök, áhugamannafélag eða sjálfseignarstofnun sem ekki stundar atvinnurekstur.

Hér er hægt að lesa sér til um að stofna félag.

Reglur góðgerðafélaga

  1. Góðgerðarfélag þarf að vera með kennitölu og bankaupplýsingar sem samsvara kröfu skattsins um skráningu á almannaheillaskrá.
  2. Upplýsingar inná hlaupastyrk skulu vera á íslensku og ensku og uppfærðar árlega.
  3. Hverskyns ósæmileg framkoma, skeytingarleysi um lög eða virðingarleysi við mannhelgi og mannréttindi getur leitt til afskráningar eða neitun um aðild að hlaupastyrk og brottrekstrar úr hlaupinu. 
  4. Góðgerðarfélög mega ekki gefa þátttakendum veitingar á meðan á hlaupi stendur.
  5. Góðgerðarfélög standi fyrir hvatningu á braut til að vera sýnilega fyrir sína þátttakendur og hvetja þá til dáða.
  6. Góðgerðarfélögin mæti á fundi og miðli upplýsingum áfram sem borist hafa til að allir séu upplýstir.
  7. Ekki má endurnýta kennitölu annara félaga til nýrra styrkja, heldur stofna nýtt félag um hvert málefni/góðgerðarfélag.
  8. Hvert félag sér um sín markaðsmál og sýnileika. RMÍ mun árlega senda upplýsingapakka sem mun nýtast félögunum að koma sér á framfæri.
  9. RMÍ má neita félagi aðgang að hlaupastyrk telji þau ástæðu til.
  10. Góðgerðarfélag þarf að vera inná fésbókarhóp Hlaupastyrks og taka þátt í umræðum þar inni.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade