Mikil aðsókn er í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2024

40 ára afmæli Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka fer fram þann 24. ágúst n.k. og er áhuginn vægast sagt mikill. Þegar þetta er ritað eru yfir 7.500 hlauparar skráðir í hlaupið og búist við mikilli aukningu þegar nær dregur hlaupi.

Fáir miðar eru eftir í hálft og heilt maraþon og því mæla mótshaldarar með því að fólk sem hefur áhuga á því að hlaupa þessar vegalengdir skrái sig sem allra fyrst til að fá miða í tæka tíð.

Búist er við mikilli stemningu í ár vegna afmælisins og verður stemningin heldur betur mikil í skemmtiskokkinu þar sem hlauparar geta annað hvort hlaupið 1,7km eða 3km. Meðal þess sem verður í boði í skemmtiskokksbrautinni er froðudiskó, furðuverur, búningakeppni og mun Pretty Boy Tjokkó koma hlaupurum í gírinn.

Skráning í hlaupið fer fram hér.


Við hlökkum til að sjá ykkur í afmælisskapi þann 24. ágúst!

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade