Góðgerðarmál

Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Úr Barnaspítalasjóði Hringsins eru árlega veittir styrkir til að bæta aðbúnað barna sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Það hefur verið metnaður Barnaspítalasjóðs frá stofnun hans 1942 að börn hafi aðgang að bestu lækningatækjum og búnaði sem til er á hverjum tíma. Eitt af aðalverkefnum sjóðsins síðustu ár hefur verið að styrkja Vökudeildina svo aðbúnaður þar sé sá allra besti sem völ er á fyrir þau börn og foreldra sem þurfa að nýta þjónustu Vökudeildar.
Í ár söfnum við fyrir ....
Leggðu okkur lið og hlauptu Hring fyrir Hringinn. Allt sem safnast rennur óskipt til tækjakaupa.
Hlauparar Hring fyrir Hringinn eru velkomnir á Facebook síðu hlaupara https://www.facebook.com/groups/472947570124360/
Þá verðum við með bás á Fit&Run expo 21. og 22. ágúst og hvetjum hlauparana okkar til að kíkja við, ná í glaðningana sína og segja hæ :)
Hlökkum til að sjá ykkur 23. ágúst!