Góðgerðarmál

Nýrnafélagið
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Markmið Nýrnafélagsins er að styðja alla nýrnasjúka og aðstandendur þeirra og einnig að stuðla að forvörnum til að hægja á nýrnabilun.
Nýrnafélagið vinnur að því að allir nýrnaveikir fái bestu meðferð sem er í boði hverju sinni.
Hjá félaginu fást upplýsingar um sjúkdóma í nýrum og meðferð við þeim.
Fréttabréf er gefið út og haldnir eru fræðslu- og skemmtifundir.
Tengslahópur nýrnasjúkra og aðstandenda þeirra veitir þeim sem veikjast stuðning. Einnig er starfræktur hópur foreldra nýrnasjúkra barna í tengslum við Umhyggju.
Félagið býður upp á tíma hjá fjölskyldufræðingi og næringarfræðingi gjaldfrjálst.
Nánari upplýsingar má finna á nyra.is
Við hvetjum einstaklinga og hlaupahópa til að hlaupa til styrktar félaginu. Ef þinn hópur vill fræðast meira um nýrnasjúkdóma þá bjóðum við upp á fræðslu. Nánari upplýsingar á nyra@nyra.is.
Vertu með, þín þátttaka skiptir máli - Takk fyrir stuðninginn!