Góðgerðarmál

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, sem var stofnað árið 1952 í kjölfar lömunarveikinnar, hefur frá upphafi rutt braut og unnið mikilvægt frumkvöðlastarf í þjónustu við fötluð börn, ungmenni og fjölskyldur þeirra. Í dag birtist blómleg starfsemi félagsins í margvíslegri þjónustu undir merkjum félagsins, Æfingastöðvarinnar og Reykjadals. Alls nýta um 1.800 fjölskyldur þjónustu Styrktarfélagsins á ári hverju.
Markmið félagsins er að efla þátttöku barna og ungmenna í samfélaginu með áherslu á tækifæri fatlaðra barna og fjölskyldna þeirra til að eiga aðild að tómstundum og menningarlífi, lifa öruggu og heilbrigðu lífi, rækta sjálfsmynd sína, hæfileika og færni.
Félagið leggur áherslu á jöfn mannréttindi og viðurkenningu á margbreytileika. Virðing fyrir réttindum barna, fjölskyldna og fatlaðs fólks eru undirstaðan að allri starfsemi á vegum félagsins sem beinist að því að styðja við tækifæri til að efla þátttöku og þroska.