Góðgerðarmál
Brakkasamtökin
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Um Brakkasamtökin
Brakkasamtökin voru stofnuð árið 2015 og hafa starfað síðan með hagsmunabaráttu BRCA arfbera að leiðarljósi.
Tilgangur Brakkasamtakanna er að efla fræðslu og rannsóknir á BRCA og öðrum meinvaldandi breytingum sem auka líkur á krabbameini í vissum líffærum. Einnig að og veita arfberum og fjölskyldum þeirra nauðsynlega fræðslu og stuðning.
Brakkasamtökin eru góðferðarfélag sem nýtur eingöngu frjálsra framlaga frá velunnurum sínum og allir stjórnarmenn eru ólaunaðir og gefa vinnu sínu í þágu samtakanna.
Samtökin hafa lagt mikla vinnu í að koma út fræðsluefni í bæði ræðu og riti og mörgum erindum í samstarfi við fagaðila. Haldnir hafa verið fræðslufundir með flestum fagaðilum sem koma að eftirliti, áhættuminnkandi aðgerðum sem og fundir með jafningjastuðning að leiðarljósi.
Samtökin hafa haldið stórt málþing hérlendis, stjórnarmenn hafa sótt FORCE ráðstefnuna í Bandaríkjunum oftar en einu sinni, lagt áherslu á að vekja athygli á samtökunum og arfberar verið duglegir að deila reynslu sinni bæði sem jafningjar en einnig í fjölmiðlum til að vekja athygli á samtökunum. Fræðsluerindi hafa verið haldin um allt land og félagið lagt sig fram um að sýna frá erindum í streymi þar sem okkar hópur er vítt og breitt um bæði landið og heiminn.
Síðastliðið ár hafa samtökin verið á ferð um landið með farandsýningu sem sýnir veruleikann sem BRCA arfberar búa við en þar er 27 ára ungri stelpu fylgt eftir sem greindist með krabbamein. Sýningin heitir “Of ung fyrir Krabbamein? Sagá Sóleyjar“. Samhliða sýningunni hafa aðilar frá samtökunum farið með kynningu í fyrirtæki. Einnig voru haldin fræðsluerindi við opnun sýninganna. Brakkasamtökin eru stolt af því að sýningin er farandssýning um Ísland, hefur verið sett upp í Vestmannaeyjum, Reyðarfirði og Akureyri. Ferðalagi sýningarinnar um Ísland mun ljúka vorið 2023 á heimaslóðum Sóleyjar, á Reykjanesi.
Brakkasamtökin standa fyrir jafningjafræðslu og hafa unnið að því að koma sjónarmiði arfbera, m.a. í tengslum við að efla skimun og eftirlit fyrir þá sem bera BRCA eða aðrar breytingar sem auka líkurnar á krabbameini.
Nú í febrúar 2024, í kjölfar aðalfundar samtakanna var stofnaður styrktarsjóður sem hlaut nafnið Iðunnarbrunnur. Nafn sjóðsins heiðrar minningu, Iðunnar Geirsdóttur, sem var ein af stofnfélögum samtakanna. Iðunn lést úr krabbameini langt fyrir aldur fram þann 21. apríl 2018.
Sjóðnum er ætlað að koma til móts við gistikostnað þeirra BRCA kvenna sem kjósa að fara í áhættuminnkandi aðgerðir. Allur áheit sem berast samtökunum í Reykjavíkurmaraþoni fer í styrktarsjóð samtakanna.
instagram @brakkasamtokin
brca@brca.is
Facebook Brakkasamtökin – BRCA Iceland
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir