Góðgerðarmál
Minningarsjóður Ölla
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Minningarsjóður Ölla var stofnaður til minningar um körfuknattleiksmanninn Örlyg Aron Sturluson. Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja börn til íþróttaiðkunar sem ekki eiga kost á því vegna bágrar fjárhagsstöðu foreldra eða umsjónarmanna. Sjóðurinn veitir styrki fyrir æfingagjöldum, búnaði og keppnis- og æfingaferðum. Stjórn sjóðsins skipa þau Ólafur Stefánsson, fyrrum handknattleiksmaður, Margrét Sanders, framkvæmdastjóri Strategíu og Halla Heimisdóttir, íþrótta- og lýðheilsufræðingur. Verndari sjóðsins er Þorgrímur Þráinsson. Örlygur Aron Sturluson var eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Aðeins 16 ára var hann orðinn lykilmaður í meistaraflokksliði Njarðvíkur. Hann spilaði með unglingalandsliðinu og A-landsliðinu og var orðinn einn af albestu leikmönnum meistaradeildarinnar tímabilið 1999-2000 þegar hann lést af slysförum 16. janúar árið 2000.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir