Góðgerðarmál

Æfingastöðin
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Æfingastöðin er miðstöð þjónustu og þekkingar í endurhæfingu fyrir börn og ungmenni. Á Æfingastöðinni er upp á fjölskyldumiðaða endurhæfingu og fjölbreytta þjálfun sem miðast af þörf hvers og eins og er unnin í nánu samstarfi við börnin og fjölskyldur þeirra.
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hóf rekstur endurhæfingastöðvar við Sjafnargötu árið 1956 í kjölfar lömunarveikinnar. Æfingastöðin er í dag í húsnæði félagsins að Háaleitisbraut 13, þar sem fram fer umfangsmesta sjúkra- og iðjuþjálfun barna og ungmenna á landinu. Um 1600 börn og fjölskyldur þeirra nýta sér þjónstu Æfingastöðvarinnar ár hvert.
Sjúkra- og iðjuþjálfar með víðtæka reynslu af þjálfun barna og ungmenna veita ráðgjöf og þjálfun með það að markmiði að efla þátttöku í daglegu lífi og auka þannig lífsgæði barnsins og fjölskyldunnar. Auk þess sækir afmarkaður hópur fullorðinna þjónustu á Æfingastöðina. Þau úrræði sem eru í boði í sjúkra- og iðjuþjálfun eru af margvíslegum toga. Þau geta verið í formi þjálfunar, ráðgjafar, eftirfylgni og útvegun stoð- og hjálpartækja. Boðið er upp á einstaklingsþjálfun og fjölbreytta hópþjálfun ásamt æfingum í sundlaug og íhlutun með aðstoð dýra. Þjónustan fer fram á Æfingastöðinni eða í nánasta umhverfi barnsins, svo sem í leikskólanum, skólanum eða á heimili þess.