Hlaupahópur
Ljósasystur
Hleypur fyrir Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Ljósasystur er hópur af stúlkum sem kynntumst í Ljósinu.
Við erum fjölbreyttur hópur, stelpur með mismunandi bakgrunn og sögu en eigum það sameiginlegt að hafa nýverið greinst með krabbamein. Við höfum allar stundað fjölbreytta endurhæfingu sem í boði er í Ljósinu.
Það er erfitt að koma því í orð hversu dýrmætt Ljósið er okkur öllum og hvernig starfsemin sem þar fer fram hefur hjálpað okkur í gegnum það áfall sem krabbamein er.
Með því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka viljum við vekja athygli á þeirri ómetanlegu starfsemi sem er til staðar í Ljósinu.
Við viljum veita eftirtekt á jafningjastuðningi sem er okkur dýrmætur, gefa til baka og gera okkar til þess að stuðla að blómstrandi starfsemi Ljóssins um ókomin ár.
Ljósið - Endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda
Ljósið er sjálfstætt starfandi endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Hjá okkur starfar þverfaglegur hópur fagaðila að andlegri, líkamlegri og félagslegri endurhæfingu þeirra sem greinast með krabbamein allt frá 16 ára aldri. Einnig veitum við þeim sem greinast og aðstandendum allt niður í 6 ára aldur fræðslu og stuðning.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir