Hlauparar

Samtals Safnað
Markmið
Ákjósanleg greiðsluleið



Èg ætla að hlaupa hálfmaraþon til styrktar okkar uppáhalds fèlags Downs-fèlagsins💙💛
Embla okkar besta fæddist með auka litning árið 2023 og hefur þetta fèlag stutt við bakið á okkur síðan og gerir okkur kleift að vekja athygli á heilkenninu. Þar sem þetta er fyrsta sumarið í tvö ár þar sem èg er ekki ólètt þá er þetta stórt skref en èg tækla þetta🤩
Okkur þætti vænt um ykkar stuðning🧡
Downs félagið
Tilgangur Félags áhugafólks um Downs heilkenni er að stuðla að velferð og réttindum einstaklinga með Downs-heilkenni og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings. Markmið félagsins er að efla tengsl og samkennd milli félagsmanna og vera vettvangur þar sem fjölskyldur og aðstandendur koma saman, miðla af reynslu sinni og hafa gaman! Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Má þar nefna fræðslufundi, ráðstefnur og skemmtanir. Heimasíða félagsins er www.downs.is Allt starf félagsmanna í þágu félagsins er unnið í sjálfboðavinnu.
Nýir styrkir