Hlaupastyrkur

Hlauparar

10 km - Keppnisflokkur

Sigurrós Margrét Karlsdóttir

Hleypur fyrir Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.

Samtals Safnað

10.000 kr.
20%

Markmið

50.000 kr.

Ákjósanleg greiðsluleið

Mastercard

Í nokkur ár hefur það verið draumur minn að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni, og þá eiginlega í skemmtiskokkinu, og um leið að styrkja mikilvægt málefni. 

Valið stóð á milli tveggja, Píeta samtakanna og Minningarsjóðs Hjalta Þórs. Þetta árið vel ég Píeta samtökin og þá hef ég góða ástæðu til að taka þátt aftur. 

Eins og ég sagði var upphaflega planið að taka þátt í skemmtiskokkinu, en ég ákvað hinsvegar að setja mér stærra markmið, að fara 10km og byrjaði ég því að fara minnst 1x í viku á brettið í ræktinni og taka 5km til að æfa mig.

Nú er ég búin að skrá mig, komin með góðgerðarmálefni og vona ég svo innilega að ég muni ná þessu markmiði sem að ég set mér, bæði að koma í mark og að ná þessari upphæð allavegana, ekkert sem bannar það að hún verði hærri. ;)

Hlakka mikið til að fá loksins að taka þátt, upplifa stemminguna, njóta hlaupsins og alls þess sem fylgir þessa mögnuðu helgi.

Hugsum vel um hvort annað,

Sissa <3

Píeta samtökin, sjálfsvígs- og sjálfsskaða forvarnir, meðferð og hjálparlína.

Píeta samtökin sinna meðferðar- og forvarnarstarf gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.

Nýir styrkir

Stöðuþráður hlaupara

Sigrún Stefánsdóttir
Upphæð10.000 kr.
Engin skilaboð

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade