Hlauptu til góðs

Hlaupurum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka gefst kostur á að hlaupa til styrktar góðu málefni. Þeir sem velja að hlaupa til góðs fá sérstakt svæði á áheitavefnum hlaupastyrkur.is þar sem þeir geta sett inn mynd af sér og hvatt fólk til að heita á sig.

Árið 2023 var sannkallað met ár og söfnuðust 199.932.170 krónur en er það hæsta upphæðin sem hefur verið safnað hingað til. Það voru 154 góðgerðafélög sem söfnuðu áheitum í ár. Þau félög sem söfnuðu mest voru Ljósið - endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda sem safnaði 19,9 milljónum, Kraftur, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur safnaði 18,9 milljónum og Gleym-mér-ei styrktarfélag safnaði 9,6 milljónum. Lárus Welding safnaði mest einstaklinga 3,1 milljónum fyrir Krýsuvíkursamtökin, næstur var Rúnar Marinó Ragnarsson safnaði 1,8 milljónum fyrir Kraft og þriðji var Gunnar Örn Hilmarsson sem safnaði 1,4 milljónum fyrir Einstök börn Stuðningsfélag. Sá hlaupahópur sem safnaði mest eða um 7,7 milljónum var Boss HHHC fyrir Kraft. Smelltu hér til að skoða nánari upplýsingar um áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka.

Góðgerðafélögin sem taka þátt í áheitasöfnuninni á hlaupastyrkur.is fjölmenna mörg út á götu og hvetja hlaupara til dáða á hlaupdag. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd vekur það mikla gleði bæði hjá hlaupurum og hvatningarfólkinu sjálfu.

Hlaupari að taka mynd af hvatningarstöð góðgerðafélags á hlaupum

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade