
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram 23. ágúst 2025
Skráning í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025 er opin og skráning fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2026 hefst daginn eftir hlaup 2025. Áhugasömum stendur til boða að skrá sig (og aðra) í eftirfarandi vegalengdir:
Þátttökugjöld
Þátttökugjöld í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2025 hækka eftir því sem nær dregur hlaupdegi. Fyrstu 200 miðar eru á sérstöku forskráningar tilboði
Greiða þarf þátttökugjöld við skráningu og er ekki hægt að fá þau endurgreidd eða færð yfir á aðra viðburði á vegum Íþróttabandalags Reykjavíkur. Ef skráður þátttakandi getur ekki tekið þátt er þó í boði að gera nafna- og/eða vegalengdabreytingu á meðan rafræn skráning í hlaupið er opin inná „mínum síðum“. Sjá nánar hér neðar á síðunni.
Almennur miði:
Keppnismiði
*ATH 150 kr FRÍ gjald leggjast ofan á verð í skráningu.
- Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu 2025
- Lögmælda braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS
- Hlaupanúmer
- Tímaflaga
- Þjónusta á braut
- Medalía að loknu hlaupi
- Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoninu 2025
- Umsókn um FRÍ vottun
- Skráning í afrekaskrá FRÍ
- Verðlaun til fyrstu þriggja hlaupara í hverri vegalengd og fyrsta hlaupara í hverjum aldursflokki
- Lögmæld braut samkvæmt mælingarstöðlum AIMS
- Hlaupanúmer
- Tímaflaga
- Þjónusta á braut
- Medalía að loknu hlaupi
Almennur miði
Almennur miði veitir þátttakendum rétt til að taka þátt í hlaupinu án þess þó að keppa til verðlauna og úrslit fara ekki í afrekaskrá FRÍ.
Keppnismiði
Þátttakendur sem kaupa keppnismiða hafa val um að vera í fremsta ráshólfi, eiga möguleika á að vinna til verðlauna og fá úrslitin skráð í afrekaskrá FRÍ.
Innifalið í almennum miða
Innifalið í keppnismiða
Fatlaðir þátttakendur
Fatlaðir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka geta óskað eftir því að hafa með sér einn fylgdarmann þeim að kostnaðarlausu. Fylgdarmaður fær merkingu við afhendingu gagna sem veitir honum aðgang að hlaupabrautinni. Hins vegar fær fylgdarmaður hvorki skráðan hlaupstíma né önnur gögn tengd hlaupinu. Í skráningarferlinu er hægt að tilgreina hvort viðkomandi noti hjólastól. Þeir sem haka við það munu fá nánari upplýsingar þegar nær dregur hlaupinu.Frekari upplýsingar um skráningarferlið má finna hér
Greiðsluleiðir
Í skráningarferlinu er hægt að velja um að greiða þátttökugjaldið með öllum helstu debet- og kreditkortum og/eða gjafabréfi Íþróttabandalags Reykjavíkur. Að lokinni skráningu fær viðkomandi senda kvittun í tölvupósti skráningunni til staðfestingar. Berist ekki kvittun hefur skráning ekki gengið í gegn.
Breyting á vegalengd
Þátttakendur geta breytt um vegalengd inni á mínum síðum á meðan netskráning er opin. Eftir það verður hægt að breyta um vegalengd á skráningarhátíðinni. Greiða þarf fyrir mismun á verði vegalengda ef farið er í dýrari vegalengd samkvæmt verðskrá sem er í gildi á þeim tíma sem breytingin er gerð. Ekkert sérstakt breytingagjald er tekið til viðbótar fyrir þessa breytingu. Ekki er hægt að breyta um vegalengd eftir að hlaupið er hafið.
Nafnabreyting
Hægt er að gera nafnabreytingu á skráningu á „mínum síðum". Nýr eigandi skráningarinnar fær staðfestingu á skráningu í tölvupósti ásamt aðgangi að „mínum síðum". Athugið að „mínar síður" eru aðeins opnar á meðan rafræn skráning er opin. Eftir að rafrænni skráningu lýkur er ekki hægt að gera nafnabreytingu.
Hópskráning
Í skráningarkerfinu er hægt að skrá nokkra hlaupara í einu og borga fyrir þá í einni greiðslu. Ekki er þó mælt með að skrá fleiri en 10 í hverri færslu. Fyrirtæki sem vilja skrá 10 eða fleiri til þátttöku geta haft samband.