Starfsfólk

Dagskrá - Hlaupdagur
07:00
TÖSKUGEYMSLA Í HLJÓMSKÁLAGARÐI OPNAR

07:00 | TÖSKUGEYMSLA Í HLJÓMSKÁLAGARÐI OPNAR

07:00
AFHENDING GAGNA Í UPPLÝSINGAHÚSI Í HLJÓMSKÓLAGARÐI OPNAR

07:00 | AFHENDING GAGNA Í UPPLÝSINGAHÚSI Í HLJÓMSKÓLAGARÐI OPNAR

08:40
RÆSING HÁLFT OG HEILT MARAÞON

08:40 | RÆSING HÁLFT OG HEILT MARAÞON

09:40
RÆSING 10 KM

09:40 | RÆSING 10 KM

11:45
AFHENDING GAGNA Í UPPLÝSINGAHÚSI Í HLJÓMSKÓLAGARÐI LOKAR

11:45 | AFHENDING GAGNA Í UPPLÝSINGAHÚSI Í HLJÓMSKÓLAGARÐI LOKAR

12:00
RÆSING Í SKEMMTISKOKKI

12:00 | RÆSING Í SKEMMTISKOKKI

15:10
TÖSKUGEYMSLA Í HLJÓMSKÁLAGARÐI LOKAR

15:10 | TÖSKUGEYMSLA Í HLJÓMSKÁLAGARÐI LOKAR

15:10
BRAUT LOKAR OG TÍMATAKA HÆTTIR

15:10 | BRAUT LOKAR OG TÍMATAKA HÆTTIR 

Starfsmannahald

Starfsmannastjóri hlaupsins er Margrét Nilsdóttir (Magga) s. 866-4602, netfang: margretnils@ibr.is. Magga veitir allar upplýsingar til tengiliða hópa, hefur umsjón með uppgjöri og endurmati. 

Upplýsingar fyrir starfsfólk:

Hópstjórar:

  • Koma öllum upplýsingum (sem farið var yfir á fundi) áfram til starfsfólks í þínum hóp
  • Ber ábyrgð á því að starfsfólk fái vesti/búnað og skilar því svo til baka. Hægt verður að skila búnaði þegar skrifstofa ÍBR opnar mánudag - föstudag frá kl. 9:00-16:00
  • Senda staðfestingu á Möggu starfsmannastjóra þegar allt starfsfólk er komið á sitt svæði (s. 866-4602)
  • Sniðugt væri að nota samskiptaforrit eins og Messenger til þess að auðvelda samskipti við hóp sinn

Starfsfólk í brautargæslu:

  • Mikilvægt að þú vitir hvert og hvenær þú átt að mæta og hvaða hlutverki þú átt að sinna
  • Láta hópstjóra þinn vita þegar þú ert kominn á þitt svæði
  • Muna að mæta í vesti
  • Fjarlægja hlaupahjól eða aðra hluti sem gætu verið í vegi fyrir hlaupurum.
  • Passa öryggi allra sem eru í kringum þína stöð.
  • Ef það eru grindur á þínu svæði þá skal ganga frá grindum að vakt lokinni líkt og kemur fram í leiðbeiningum hér og passa að setja strappana á búntin. Grindur - frágangur
  • Í neyðartilfelli skal hringja strax í 112. Þegar tækifæri gefst skal láta Möggu starfsmannastjóra vita og gera grein fyrir atvikinu
  • Ef þú ert óörugg/ur/t með hlutverk þitt þá hefur þú samband við þinn hópstjóra til þess að fá nánari útskýringu

Afhending gagna

  • Allt starfsfólk fær nánari upplýsingar um sitt hlutverk þegar þeir mæta í Laugardalshöll
  • Taka virkan þátt í frágangi þegar vakt lýkur

Drykkjarstöðvar

  • Mikilvægt að kynna sér handbók vel sem er í kassanum með öllum búnaði
  • Muna að hafa glös rétt stillt upp - Gatorade síðan vatn
  • Skila öllum búnaði strax þegar hlaupi lýkur á Skemmuveg 18, Bleik gata fyrir neðan Byko. Þar verður starfsfólk að taka á móti búnaði.

Marksvæði

  • Mikilvægt að allir séu klárir á sínu hlutverki áður en fyrsti hlaupari kemur í mark (Verðlaun, umönnun, flæði)
  • Mikil stífla getur myndast í markinu og er því mikilvægt að allir séu duglegir að stýra flæðinu áfram frá marksvæðinu.

Töskugeymsla:

  • Allir hlauparar fá miða með hlaupanúmerinu sínu sem þau verða að festa á töskuna sína ef þau vilja geyma. Þau verða að vera með þessa merkingu til að geyma töskuna sína.
  • Ekki er hægt að geyma fatnað
  • Aðeins ein taska per hlaupanúmer
  • Skrifa eitthvað hér í tengslum við stærð á tösku...

Samskipti

Starfsfólk skal alltaf vera í samskiptum við hópstjóra sinn fyrst en á meðan hlaupi stendur hafa samband við þá aðila sem við á, t.d.:

  • Ef eitthvað er að brautinni -> Hringja í brautarstjóra
  • Ef það vantar vesti/búnað -> Hringja í hópstjórann sinn eða Möggu starfsmannastjóra
  • Ef upp kemur neyðartilfelli -> Hringja í 112

Litir á hlaupanúmerum og vegalengdir:

Setja hér inn nýju hlaupanúmerin

Íþróttabandalag Reykjavíkur og ÍBR viðburðir óska eftir að allar upplýsingar sem fram koma á fundum og á prenti séu trúnaðarmál hlutaðeigandi aðila. Spurningar eða fyrirspurnir berist til starfsmannastjóra. 

*Uppfært 15.10.2024

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade