Hlaupastyrkur
Góðgerðarmál

Sterkari út í lífið
Samtals Safnað
0 kr.
Fjöldi áheita
0
Sterkari út í lífið er vefsíða og app, hönnuð til að auðvelda aðgengi foreldra að faglegu efni til að efla sjálfsmynd barna og unglinga. Efnið er ætlað að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snertir styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga. Einnig hafa kennarar og annað fagfólk sem starfar með þessum hóp verið að nýta sér efnið.
Verkefnið er í stöðugri þróun. Appið er tiltölulega nýkomið út en þar má finna núvitundaræfingar fyrir alla aldurshópa. Þá bættist einnig við ný verkfærakista á vefsíðunni um félagsfærni. Efnið er unnið af fagaðilum og byggir á traustum gagnreyndum grunni.
Endilega kíkið á vefsíðuna www.sterkariutilifid.is og náið í appið Sterkari út í lífið og nýtið að vild.