Góðgerðarmál

Stuðningssveit Edvins
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Um Edvin:
Stuðningssveit Edvins er góðgerðafélag sem er stofnað til stuðnings nemenda á leikskólanum Reykjakot í Mosfellsbæ. Edvin Gaal-Szabo er þriggja ára og greindist með hvítblæði (blóðkrabbamein) í desember 2023..
Edvin flutti til Íslands ásamt foreldrum sínum og Elzu systir í apríl 2023. Edvin byrjaði á Reykjakoti í ágúst 2023 og Elza systir hans hóf skólagöngu í Varmárskóla. Foreldrar Edvins fóru strax á vinnumarkað og voru að hefja spennandi líf á Íslandi þegar Edvin veikist og líf þeirra tók stakkaskiptum.
Ónæmiskerfi hans er mjög viðkvæmt og líkaminn á því erfitt með að verjast sýkingum. Því eru fyrirbyggjandi aðgerðir mikilvægar og foreldrdar Edvins þurfa að lágmarka öll samskipti við annað fólk Þau geta ekki sinnt vinnu og leiðir af sér mikið tekjutap fyrir fjölskylduna ásamt því að skapa krefjandi aðstæður þar sem þau hafa lítið stuðninsnet hér á landi.
Edvin er núna í fyrsta áfanga tveggja ára meðferðar sinnar við hvítblæði. Hann þekkir alla lækna og hjúkrunarfræðinga, hann hjálpar þeim að taka blóð úr lyfjabrunns tæki sínu sem er tengt í gegnumí brjóstið. Hann samþykkir öll inngrip þrátt fyrir að segja að hann sé hræddur og leggur traust sitt á læknanana þótt það hafi þjáningu í för með sér. Edvin er samt samvinnuþýðasta barn eða við skulum segja manneskja sem foreldrar hans hafa kynnst. Nema þegar kemur að grilluðum kjúklingi, þá sýnar hann enga miskun og vill fá sitt.!