Hlaupahópur
Í minningu mömmu - Elfu Ingibergsdóttur
Hleypur fyrir Örninn - Minningar og styrktarsjóður
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Í minningu mömmu - Elfu Ingibergsdóttur reimum við á okkur hlaupaskóna og hlaupum í Reykjavíkurmaraþoninu. Við söfnum áheitum fyrir Örninn, minningar- og styrktarsjóð fyrir börn og unglinga sem hafa misst foreldri.
Við misstum yndislega konu hana Elfu Ingibergsdóttur. Hún var best þekkt fyrir að vera góð mamma, vinkona, klár vinnufélagi og fyrir að elska fjölskyldu sína óendanlega mikið. Henni fannst sjálfri mjög gaman að líkamsrækt og sjálfsrækt. Hún vann m.a. fyrir Píeta samtökin og var mjög stollt af því. Hún skilur eftir sig stórt sár í hjörtum margra. En Elfa var bráðkvödd þann 27. apríl síðastliðinn.
Við viljum hlaupa fyrir Örninn sem greip okkur og veitti okkur ómetanlega hjálp á þessum erfiða tíma í lífi okkar. Lífið getur tekið óvænta stefnu og er mikilvægt að félagasamtök eins og Örninn sé til staðar til að grípa börn og ungmenni þegar á þarf að halda.
Örninn - Minningar og styrktarsjóður
Örninn styður börn og unglinga á aldrinum 9 til 17 ára sem hafa misst foreldri eða annan náin ástvin. Félagið býður upp á helgardvöl og mánaðarlegar samverur fyrir börn í sorg. Þar vinnum við sorgarúrvinnslu, fáum fræðslu um ýmislegt tengt áföllum og missi ásamt því að hafa gaman saman og njóta lífsins. Samverurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu en verkefnið reiðir sig á styrki auk þess sem allir starfsmenn eru sjálfboðaliðar.
Hlauparar í hópnum
Nýir styrkir