Hlaupahópur
Mæðgurnar
Hleypur fyrir Krabbameinsfélagið
Samtals Safnað
takk fyrir stuðninginn!
Í ár ætlum við að hlaupa fyrir Krabbameinsfélagið. Þetta málefni er búið að vera okkur ofarlega í huga núverið. En krabbinn getur bankað upp á hvar sem er, hvenær sem, en nýlega bankaði hann upp á hjá mjög kæri vinkonu okkar en hún á einmitt afmæli á hlaupadaginn ❤️ En sem betur fer eru framfarirnar í lækningum orðnar miklar og margir sem ná að sigra þetta skrímsli sem krabbinn er.
Við ætlum að hlaupa í minningu þeirra sem fallið hafa frá, til sigurs þeim sem berjast og til hugrekkis þeirra sem hafa sigrað .
Ást til ykkar og baráttukveðja❤
Vona að sem flestir sjái sér fært að styrkja þetta þarfa málefni með okkur og heiti smá aur á gott málefni 😊 Margt smátt gerir eitt stórt
Krabbameinsfélagið
Krabbameinsfélagið leiðir baráttuna gegn krabbameinum á Íslandi og lætur sig allt varða sem tengist krabbameinum. Starf félagsins byggist alfarið á stuðningi einstaklinga og fyrirtækja. Aðeins með þinni aðstoð getum við unnið að rannsóknum á krabbameini, veitt ráðgjöf og stuðning til einstaklinga og fjölskyldna án endurgjalds og unnið að forvörnum fyrir komandi kynslóðir. Kærar þakkir fyrir stuðninginn!
Þóra Katrín Önnudóttir
Anna Björk Sveinsdóttir
Skúli Hrafn Sturlaugsson
Nýir styrkir