Hlaupahópur
Vinir Rúnars Bergs
Hleypur fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við fjölskylda og vinir Rúnars Bergs ætlum að hlaupa til styrktar Styrktarfélags Krabbameinssjúkra Barna og styðja þannig við það frábæra starf sem þau bjóða uppá. Starfsemi SKB miðast að því að létta krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra lífið, koma á framfæri fræðslu um krabbamein í börnum og skapa vettvang fyrir félagsmenn til að deila sameiginlegri reynslu.
Rúnar Berg greindist með hvítblæði í lok sumars og var það mikið áfall fyrir litlu fjölskylduna sem þurfti að flytja til Reykjavíkur utan að landi og munu nú þurfa að búa í Reykjavík að stórum hluta í a.m.k. eitt ár með tilheyrandi kostnaði, ásamt lyfjakostaði og ýmsu sem tengist meðferðinni beint eða óbeint.
Þess vegna hlaupum við fyrir SKB því að þau munu aðstoða þau í gegnum þetta verkefni.
Hlaupum saman fyrir SKB!
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna var stofnað 1991 af foreldrum barna með krabbamein en árlega greinast 12-14 börn með krabbamein á Íslandi. Tilgangur félagsins er að styðja krabbameinssjúk börn og aðstandendur og gæta hagsmuna þeirra á öllum sviðum. Það sinnir fræðslu- og útgáfustarfsemi um sérstöðu og þarfir krabbameinsveikra barna og um síðbúnar afleiðingar eftir krabbameinsmeðferð.
Nýir styrkir