Þjónusta

Hér má finna yfirlit yfir þjónustu sem veitt er á hlaupdag. Til að fá nánari upplýsingar um þjónustuna fyrir þína vegalengd getur þú smellt á viðeigandi vegalengd hér að neðan.

    Drykkjarstöðvar

    Í Reykjavíkurmaraþoninu eru í heilda 10 drykkjarstöðvar, staðsettar á um það bil 4-5 kílómetra fresti. Þar er boðið upp á Gatorade íþróttadrykk (fremst) og vatn (aftar). Keppendum í maraþoni er einnig boðið upp á banana og appelsínur á annarri hvorri drykkjarstöð á seinni helming leiðarinnar. Smelltu hér til að kynna þér nánar staðsetningar drykkjarstöðvanna.

    Töskugeymsla

    Töskugeymsla er í tjaldi í Hljómskálagarðinum, við rásmarkið í Sóleyjargötu. Þar geta keppendur komið fatnaði og öðru dóti fyrir í geymslu. Starfsfólk vaktar geymsluna en þó er engin ábyrgð tekin á fjármunum sem þar eru geymdir. Opnunartími fatageymslu er frá kl. 07:30-15:00.

    Salerni

    Færanleg salerni verða staðsett við rás- og endamark, í Hljómskálagarðinum og á Fríkirkjuvegi. Færanleg salerni verða einnig staðsett á brautinni við allar drykkjustöðvar eða á 4-5 km fresti. Salerni fyrir fatlaða verða staðsett við rás- og endamark, við Eiðisgranda og í Bryggjuhverfi. Hægt er að sjá nánari staðsetningar á salernum á korti

    Tímataka

    Sjálfvirk tímataka er í hlaupinu. Notaður verður tímatökubúnaður sem samanstendur af mottum í rásmarki sem hlauparar fara yfir í byrjun og enda hlaups en tímatökuflagan er innbyggð í hlaupanúmerinu hjá hverjum og einum. Corsa sér um tímatökuna og verða úrslit send í tölvupósti á keppendur auk þess á corsa.is.

    Hraðahólf

    Til að tryggja sem bestu upplifun fyrir alla þátttakendur er mikilvægt að hófstillt upphaf og jöfn dreifing hlaupara séu í fyrirrúmi. Þar sem þátttakendur hlaupa á mismunandi hraða, og til að koma í veg fyrir þrengsli, árekstra eða erfiða frammúrtöku á fyrstu kílómetrunum, biðjum við alla þátttakendur að áætla sinn hlaupahraða og staðsetja sig í viðeigandi hraðahólfi fyrir ræsingu.

    Verðlaun

    Allir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka fá verðlaunapening þegar þeir koma í mark. Fyrstu þrír einstaklingarnir í karla-, kvenna- og kváraflokki í öllum vegalengdum með keppnismiða fá peningaverðlaun og gjafir frá samstarfsaðilum hlaupsins á marksvæðinu fljótlega eftir að þau koma í mark. Einnig eru veitt aldursflokkaverðlaun fyrir þátttakendur með keppnismiða en þau eru afhent síðar við sérstaka athöfn. Sjá nánar um verðlaun hér.

    Hraðastjórar

    Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka býðst hlaupurum í 10 km, hálfmaraþoni og maraþoni aðstoð við að ná hraðamarkmiðum sínum. Hraðastjórar, sem eru vanir hlauparar, munu hlaupa áður nefndar vegalengdir á ákveðnum jöfnum hraða. Þeir verða í merktum vestum og með blöðrur til að hlauparar geti fylgt þeim.

    Hlaupaleiðin

    Um 500 starfsmenn starfa við brautargæslu á hlaupdag. Þeir sjá um að vísa hlaupurum veginn og stýra umferð. Hlauparar ættu samt sem áður að kynna sér vel hlaupaleiðina hér því starfsfólk eru ekki sjáanlegir á hluta leiðarinnar t.d. á beinum köflum.

    Sjúkragæsla

    Sjúkragæsla með lækni og hjúkrunarfræðingum er á marksvæði að loknu hlaupi. Aðstoð á meðan hlaupinu stendur á hlaupaleið veita almennir starfsmenn hlaupsins. Sú þjónusta felst í því að hringja eftir þeirri hjálp sem þarf hverju sinni.

    Sund

    Reykjavíkurborg býður öllum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka í sund á hlaupdag eða daginn eftir hlaup. Framvísa þarf hlaupanúmeri til að fá frían aðgang. Smellið hér til að skoða upplýsingar um sundlaugarnar í Reykjavík og opnunartíma þeirra.

    Myndatökur

    Marathon Foto er opinber ljósmyndunar samstarfsaðili Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanki og verða ljósmyndarar Marathon Foto á svæðinu og reyna að ná myndum af sem flestum þátttakendum í hlaupinu. Hlaupurum býðst að kaupa myndir af sér á mínum síðum fyrir og eftir hlaup. Póstur verður sendur á þátttakendur þegar nær dregur.

    Óskilamunir

    Opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar er kl. 7:00-15:00. Eftir hlaupið verður hægt að nálgast óskilamuni alla virka daga á skrifstofu Íþróttabandalags Reykjavíkur á Engjavegi 6, 104 Reykjavík. Símanúmerið á skrifstofunni er 535 3700.

Styrktaraðilar

  • Íslandsbanki
  • Corsa
  • Suzuki
  • ÍTR
  • 66 Norður
  • Gatorade