Hlaupastyrkur
Góðgerðafélögin
Málefnin sem hægt er að hlaupa fyrir í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru fjölmörg. Finnir þú ekki félagið sem stendur þér næst getur þú bent því á að skrá sig til þátttöku með því að senda póst á aheit@marathon.is. Góðgerðarfélög hafa til 1. ágúst til að sækja um þátttöku. Til að skrá sig inná síðu góðgerðarfélagsins sem þú ert í forsvari fyrir ferðu inná corsa! Hér eru leiðbeiningar fyrir þau góðgerðarfélög sem lenda í vandræðum.

Alzheimersamtökin
Ætlar þú að hlaupa í Reykjavíkur maraþoninu? Við höfum fengið ómetanlegan styrk í gegnum árin frá hlaupurum á öllum aldri. Þú getur styrkt okkur með þínu hlaupi í ágúst.

Barnaspítalasjóður Hringsins, Vökudeild, Hringurinn
Hringurinn er kvenfélag, stofnað 1904. Félagið hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Gleym-mér-ei styrktarfélag
Gleym mér ei styrktarfélag er félag foreldra sem missa á meðgöngu og í/eftir fæðingu.

Góðgerðarfélag Léttu Þér Lífið
Góðgerðarfélagið var stofnað sumarið 2023 í þeim tilgangi að auðvelda öryrkjum og öldruðum að fjárfesta í tækjum sem geta létt þeim lífið og aukið hreyfivirkni þeirra.

Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga
Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 8. október 1983. Stofnfélagar voru 230 einstaklingar, flestir hjartasjúklingar, vandamenn þeirra og velunnarar, en einnig voru þar læknar og hjúkrunarfólk.
Árið 2012 var nafni samtakanna breytt í Hjartaheill. Allt frá stofnun hafa samtökin beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum varðandi hjartasjúkdóma, veitt aðstoð og ráðgjöf og staðið fyrir margvíslegum umbótum í þágu hjartasjúklinga.

Hugarafl
Hugarafl eru félagasamtök fólks sem hefur upplifað persónulega krísu og vinnur að persónulegum bata sínum. Við erum stærstu grasrótarsamtök fólks með andlegar áskoranir á Íslandi og látum rödd okkar heyrast varðandi geðheilbrigðismál. Félagið var stofnað árið 2003. Starfsemi Hugarafls er mótuð bæði af einstaklingum með persónulega reynslu af andlegum áskorunum (stundum kallað notendur) og einstaklingum með fagmenntun. Þátttaka í starfsemi Hugarafls er fyrir öll, 18 ára og eldri, sem hafa áhuga á að vinna í geðheilsu sinni á eigin forsendum. Starfsemin er algjörlega gjaldfrjáls, óháð búsetu og engin krafa er gerð um tilvísanir né geðsjúkdómagreiningar.

Landvernd
Landvernd er málsvari náttúrunnar. Hjálpaðu okkur að standa vörð um einstaka íslenska náttúru.

Minningarsjóður Sindra Freys Guðmundssonar
Minningarsjóður fjölskyldu Sindra Freys Guðmundssonar

MND á Íslandi
Hlutverk félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MND hreyfitaugahrörnun, eða öðrum vöðva og taugasjúkdómum með sömu eða svipaðar afleiðingar. Einnig fjölskyldum þeirra og fagfólki sem vinnur að málefnum þessa hóps.

Rótin, félagasamtök
Rótin var stofnað þann 8. mars 2013 af konum sem vildu ýta undir jákvæða þróun í málefnum kvenna með sögur um vímuefnavanda og áfallasöguáfengis- og vímuefnavanda.
Rótin rekur neyðarskýli fyrir heimilislausar konur, Konukot, með samningi við Reykjavíkurborg.

Samhjálp
Í rúma hálfa öld hefur Samhjálp staðið vörð um þá sem lifa við fátækt og félagslega einangrun, sem oft er afleiðing af langvarandi glímu við fíkn. Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot þar sem pláss er fyrir 30 einstaklinga í meðferð við fíknisjúkdómum, kaffistofu Samhjálpar sem gefur um 100 þúsund máltíðir á ári, ásamt áfanga- og stuðningsheimilum í Reykjavík og Kópavogi.
Kaffistofan er opin alla daga ársins og þaðan eru gefnar allt að 250 máltíðir daglega.
Heimasíða félagsins er www.samhjalp.is – Við erum jafnframt á Facebook https://www.facebook.com/samhjalp.is og Instagram https://www.instagram.com/samhjalp/?hl=en

Samtökin '78 - félag hinsegin fólks á Íslandi
Samtökin ‘78 eru félag hinsegin fólks á Íslandi. Við veitum fræðslu um hinsegin málefni í skólum og á vinnustöðum, veitum ókeypis ráðgjöf til hinsegin fólks og aðstandenda, berjumst fyrir réttarbótum með bættri lagasetningu, veitum hinsegin hælisleitendum stuðning, höldum viðburði þar sem hinsegin fólki og hinsegin menningu er fagnað og svo ótal margt fleira. Það eina sem setur starfi okkar mörk er skortur á fjármagni og þess vegna viljum við biðja þig að safna áheitum fyrir Samtökin ‘78 í ár. Vertu með okkur í liði! Gerum Ísland að enn betri stað fyrir allt hinsegin fólk.

Sorgarmiðstöð
Sorgarmiðstöð er félag sem starfar í almannaþágu, án hagnaðarsjónarmiða og býður stuðning, fræðslu og ráðgjöf til syrgjenda og þeirra sem vinna að velferð þeirra. Við leggjum áherslu á að mæta fólki á persónulegan og hlýjan hátt. Við bjóðum upp á stuðningshópastarf, jafningjastuðning og samveru fyrir þau sem syrgja ástvini. Þú finnur meiri upplýsingar um starfið okkar á www.sorgarmidstod.is.
Sorgarúrvinnsla miðar að bættri lýðheilsu með því að efla og styðja við andlega, líkamlega og félagslega heilsu fólks eftir ástvinamissi.

Sterkari út í lífið
Styrktu sjálfsmynd barna í dag!
Á vefsíðunni og appinu Sterkari út í lífið má finna fræðsluefni og verkfæri þróað af fagfólki, til að aðstoða foreldra, kennara og aðra sem starfa með börnum til að efla sjálfsmynd barna og unglinga.
Þitt framlag til Sterkari út í lífið hjálpar okkur að byggja bjartari framtíð fyrir ungu kynslóðina.
Gerðu gæfumun - styrktu verkefnið í dag!
Margt smátt gerir eitt stórt.