Góðgerðarmál
MS-félag Íslands
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
MS-félag Íslands er hagsmunafélag einstaklinga með MS, stofnað 20. september 1968.
Tilgangur félagsins er að vinna að velferð þeirra sem haldnir eru MS-sjúkdómnum með því að veita þeim og aðstandendum þeirra stuðning og stuðla að öflugri félags- og fræðslustarfsemi. Félagið er málsvari félaga gagnvart hinu opinbera og öðrum aðilum.
Þau sem vilja styrkja félagshópinn Skell fyrir ungt/nýgreint fólk með MS geta tekið það fram í lýsingu og renna þá áheitin til Skells.
Hvatningarstöð MS-félagsins á hlaupdegi er við Olís Ánanaustum og í skemmtiskokkinu verðum við staðsett við Ráðhús Reykjavíkur á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu. Við ætlum að halda uppi rífandi stemmingu og þætti mjög vænt um að þú hægðir aðeins á þér svo við getum gefið þér fimmu 🫸
Hlaupararnir okkar fá dry-fit hlaupabol sem þakklætisvott fyrir stuðninginn. Hægt er að nálgast bol á skrifstofu félagsins milli 10 og 15 á föstudag. Ef það hentar ekki máttu endilega vera í sambandi og við finnum leið til að koma bol til þín.
Gangi þér vel og áfram þú 💜 Ykkar styrkur er okkar stoð 💜
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir