Góðgerðarmál
Líf styrktarfélag
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Líf, styrktarfélag, var stofnað 7.desember 2009 og hefur það meginmarkmið að styðja við og styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu og einnig þeirra kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Stofnun LÍFS og stuðningur þess hefur skipt sköpum fyrir Kvennadeildina. LÍF hefur einnig styrkt meðal annars kvennadeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands og Björkina.
Við fögnum öllum þeim sem velja að hlaupa fyrir LÍF og þeim sem heita á þau og minnum í leiðinni á það sem við vitum öll, að ef við stöndum saman þá getum við svo miklu meira.
Við bjóðum þau sem hlaupa fyrir LÍF hjartanlega velkomin í hópinn okkar á Facebook: https://www.facebook.com/groups/lifhlauparar
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir