Góðgerðarmál
FC Sækó - Geðveikur fótbolti
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
FC Sækó eða "Geðveikur fótbolti" er verkefni sem hefur verið til síðan 2011. Í upphafi var það samstarfsverkefni velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, Landspítala og Hlutverkaseturs. Verkefnið var rekið af starfsmönnum þaðan. Markmið verkefnisins er að heilsuefla og efla virkni hóps fólks sem glímir við geðraskanir. Hagnýtt gildi verkefnisins hefur meðal annars komið fram í aukinni félagsfærni þátttakenda. Félagsleg einangrun er meðal þess sem fylgir oft einstaklingum með geðræna sjúkdóma og hefur þátttaka í félagsstarfi eins og knattspyrnu mikið að segja fyrir marga. Verkefnið hefur stuðlað að minnkun fordóma í garð einstaklinga með geðraskanir bæði frá hendi þeirra sjálfra sem og annarra. Sá hópur sem mætir reglulega í knattspyrnuiðkun telur um 20 manns svo að þörfin fyrir slíka virkni er mikil. Þátttaka og áhugi starfsmanna og samvinna allra skiptir líka mjög miklu máli. Það er alveg ljóst að þetta verkefni er bæði heilsueflandi og batahvetjandi og því gífurlega mikilvægt fyrir notendur. Þessi virkni er orðin einn af hápunktum vikunnar fyrir marga þátttakendur verkefnisins.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Nýir styrkir