Góðgerðarmál
Trans vinir
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Markmið Trans vina
Efla félagsleg tengsl á meðal foreldra og forsjáraðila trans barna, ungmenna og fullorðinna trans einstaklinga.
Stuðla að félagslífi fyrir börn og ungmenni sem eru trans og þeirra sem eru ekki viss um sína kynvitund.
Styrkja og stuðla að frumkvæði allra foreldra/forsjáraðila trans einstaklinga, til að standa fyrir viðburðum þar sem allir félagsmenn Trans vina skulu hafa jafnan kost á að vera þátttakendur.
Auka samstöðu og samheldni foreldra/forsjáraðila trans einstaklinga og fjölskyldna þeirra sem taka þátt í starfsemi Trans vina.
Vera vettvangur fyrir foreldra/forsjáraðila sem eru að kynnast hinsegin samfélaginu, til að styrkja barnið sitt og veita þeim stuðning í formi fræðslu og félagsskapar.
Vera þrýstihópur til að koma málefnum okkar á framfæri og tryggja jafnan rétt trans einstaklinga. Þar á meðal gagnvart stjórnvöldum, heilbrigðiskerfinu og öðrum stofnunum sem koma að okkar málefnum.