Góðgerðarmál
Blóð-og krabbameinslækningadeild 11EG
Samtals Safnað
Fjöldi áheita
Sjóður til styktar Blóð-og krabbameinslækningadeildar 11EG Landspítala
Blóð-og krabbameinslækningadeild 11EG er 28 rúma legudeild. Megin viðfangsefni deildarinnar er þjónusta við sjúklinga með blóðsjúkdóma, krabbamein og við sjúklinga sem fara í stofnfrumumeðferð. Á deildinni fer fram greining og meðferð sjúkdóma, einkennameðferð og stuðningsmeðferð vegna fylgikvilla. Skjólstæðingar deildarinnar eru fjölbreyttur hópur í krabbameinslyfjameðferð, geislameðferð, geislajoðmeðferð og líknandi meðferð. Á deildinni er einnig framkvæmd háskammatalyfjameðferð með stofnfrumuígræðslu. Helstu viðfangsefni hjúkrunar eru einkenna-og stuðningsmeðferð þar sem verið er að meðhöndla sjúkdóma og aukaverkanir meðferða ásamt því að veita andlega aðhlynningu og stuðning. Sjúklingar/skjólstæðingar eru á öllum stigum sjúkdómsferilsins með tilheyrandi fjölbreyttum og flóknum vandamálum. Í gegnum allt starf á deildinni er lögð áhersla á stuðning við aðstandendur, fræðslu og þverfaglega teymisvinnu ásamt gæða-og umbótavinnu.
Einstaklingar sem safna fyrir félagið
Hópar sem safna fyrir félagið
Team Halli frændi
Hefur safnað 2.611.500 kr. fyrirNýir styrkir