Hlaupahópur
Icelandia
Hleypur fyrir Downs félagið
Samtals Safnað
Markmið
takk fyrir stuðninginn!
Við erum ótrúlega heppin að eiga börn með Downs-heilkenni í starfsmannahópnum okkar og höfum séð hvað félagið vinnur mikilvægt starf fyrir börn og foreldra/aðstandendur :)
Downs-heilkenni er hvorki sjúkdómur, röskun né læknisfræðilegt ástand. Rangt er að segja að fólk með Downs-heilkenni „þjáist af því”. Það er algeng alhæfing að segja að fólk með Downs-heilkenni sé alltaf ástúðlegt, brosandi eða glatt. Það er langt frá því að allir með Downs-heilkenni séu eins, breytileikinn innan hópsins er reyndar sambærilegur við það sem gengur og gerist hjá öllum almenningi.
Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Má þar nefna fræðslufundi, ráðstefnur og skemmtanir. Heimasíða félagsins er www.downs.is Allt starf félagsmanna í þágu félagsins er unnið í sjálfboðavinnu.
Stuðningur ykkar allra gerir félaginu kleift að berjast fyrir bættri stöðu Íslendinga með Downs-heilkenni og vera málsvarar þeirra.
Downs félagið
Tilgangur Félags áhugafólks um Downs heilkenni er að stuðla að velferð og réttindum einstaklinga með Downs-heilkenni og standa að fræðslu til félagsmanna og almennings. Markmið félagsins er að efla tengsl og samkennd milli félagsmanna og vera vettvangur þar sem fjölskyldur og aðstandendur koma saman, miðla af reynslu sinni og hafa gaman! Félagið stendur fyrir ýmsum viðburðum, bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Má þar nefna fræðslufundi, ráðstefnur og skemmtanir. Heimasíða félagsins er www.downs.is Allt starf félagsmanna í þágu félagsins er unnið í sjálfboðavinnu.
Hlauparar í hópnum
Dylan James Peter Kincla
Guðrún Una Hafsteinsdóttir
Maya Korth
Jana Diehl
Nýir styrkir